Á Norðurlandi er víða snjókoma eða éljagangur en verið að hreinsa vegi. Það er þungfært á Þverárfjalli og þæfingsfærð í Skagafirði og á Tröllaskaga. Snjóþekja er við Eyjafjörð en þungfært er bæði á Mývatnsheiði og Hólasandi. Blindhríð er á Tjörnesi og meira og minna austur á Brekknaheiði og beðið með mokstur. Vegagerðin greinir frá þessu.