Samkvæmt 5. grein reglugerðar 958/2020 er skólastarf heimilt í öllum byggingum framhaldsskóla að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 1metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndum nemenda á milli hópa er ekki heimil.

Þetta þýðir fyrir FNV að allt almennt bóklegt nám færist í Teams. Kennsla í skóla verður áfram á eftirfarandi námsbrautum/námsgreinum: Verklegt- og fagbóklegt nám á iðnbrautum og hestabraut, starfsbraut, kvikmyndagerð, nám fyrir grunnskólanema og helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun og sjúkraliðanámi.

Nemendur í dreifnámi mæta í dreifnámsstofur á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Kennarar og nemendur sem mæta í skólann skulu nota grímur.

Íþróttir: Nemendur í bóknámi, sem stunda nám eingöngu í gegnum Teams, sækja verklega íþróttatíma samkvæmt stundaskrá. Nemendur í staðnámi sækja ekki verklega íþróttatíma. Kennarar nemenda í Þreksportstímum og Jóga munu hafa samband við sína nemendur um útfærslu.

Heimavistin verður opin en gestir ekki leyfðir.

Hádegismatur verður fyrir nemendur í mötuneyti klukkan 12:30 – 13:00.

Hægt er að panta viðtalstíma hjá námsráðgjafa og félagsráðgjafa í síma 455-8000 eða á eftirtöldum netföngum: margret@fnv.is og adalbjorg@fnv.is.

Bókasafnið verður lokað, en hægt er að fá aðstoð með því að senda póst á netfangið gretar@fnv.is.

Reglugerð 958/2020 er hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=d7c191c0-7f9b-466c-8354-ab06a6b959b6

Yfirlitsmynd af húsnæði skólans