Tag Archives: vinnuskóli skagafjarðar

400 kg af rusli hreinsuð úr fjörunni

Vinnuskóli Skagafjarðar tók til starfa á mánudag en fyrsta verk unglinganna er að hreinsa rusl úr fjörunni við Borgarsand. Verkið sóttist vel og vóg dagsverkið 400 kíló.

Um 150 unglingar starfa við Vinnuskólann í sumar og 25 í átaksverkefninu V.I.T. sem er fyrir 16-18 ára ungmenni. Allir unglingar yngri en 18 ára sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og sóttu um starf, fá vinnu hjá Vinnuskólanum í sumar. Fjölmörg verkefni bíða unglinganna, hreinsun gatna og torga, sláttur í görðum auk hefðbundinna garðyrkjustarfa. Þá er hluti hópsins  að vinna við stofnanir sveitarfélagsins, íþróttamannvirki, leikskóla, sumar T.Í.M., golfvöllinn og nokkur fyrirtæki sem eru í samstarfi við Vinnuskólann um að fóstra og leiðbeina ungmennum í vinnu.

Sláttuhópur Vinnuskóla Skagafjarðar

Í sumar, líkt og undanfarin ár,  verður starfræktur sláttuhópur á vegum Vinnuskóla Skagafjarðar.

Hlutverk hans er fyrst og fremst að slá og raka gras í görðum eldri borgara og öryrkja og hefur sá hópur forgang. Þjónustan er einnig í boði fyrir almenning.

Pantanir hefjast föstudaginn 1.júní. Sláttur hefst  mánudaginn 4. júní og lýkur 17.ágúst eða þegar vinnuskólanum lýkur.

 

Verð:

  • Garður < 500m2 fullt verð kr. 5.500.- / 3.300.- f. eldri borgara og öryrkja
  • Garður > 500m2 fullt verð kr. 8.800.-/ 5.500.- f. eldri borgara og öryrkja.

Laun Vinnuskóla Skagafjarðar ákveðin

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt fyrirlagða áætlun um laun í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2012 og er hún í samræmi við það sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið.

 

Tímalaun með orlofi verða sem hér segir:

  • 7. bekkur kr. 361, heildartímar 40
  • 8. bekkur kr. 413, heildartímar 120
  • 9. bekkur kr. 491, heildartímar 180
  • 10. bekkur kr. 620, heildartímar 240