Tag Archives: varmahlíð

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 20. desember og hefst það kl. 16.  Keppt verður í aldursflokkum karla og kvenna frá 10 ára aldri.  Í kúluvarpi verður skipt í flokka eftir þyngd kúlu.

 

Keppnisgreinar:

  • Kúluvarp og hástökk með atrenu.
  • langstökk, þrístökk og hástökk án atrenu.

Heimild: www.tindastoll.is

 

Vélsmíðakennari óskast við Varmahlíðaskóla

Við Varmahlíðarskóla er eftirtalin kennarastaða laus til umsóknar:

Starf vélsmíðakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% starf. Gerð er krafa um menntun í vélsmíði sem og kennslureynslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá og mynd. Umóknarfrestur er til 6. júní.