Tag Archives: umss

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

UMSS sigraði heildarstigakeppnina í Þristinum

Þristurinn fór fram á Sauðárkróksvelli síðastliðinn miðvikudag. Þar kepptu UMSS, USVH og USAH sín á milli. Góðar aðstæður voru á Sauðárkrók til frjálsíþróttaiðkunnar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig. Alls tóku um 70 keppendur þátt í mótinu, þar af voru um 30 í liði UMSS.

Úrslitin voru þau að UMSS vann heildarstigakeppnina en USAH var í öðru sæti og USVH í því þriðja.

Stigakeppni aldursflokkana var þannig að UMSS vann í flokki pilta 11 ára og yngri, stúlkna 12-13 ára og stúlkur 14-15 ára. USAH vann síðan stigakeppni stúlkna 9 ára og yngri , pilta 12-13 ára og pilta 14-15 ára.

Heimild: www.umss.is

Þriðjudagsmót í frjálsum í Varmahlíð

Þriðjudagsmót í frjálsum íþróttum var haldið á vellinum í Varmahlíð síðasta þriðjudagskvöld. Keppendur fengu frábært veður til að keppa í en það var logn og hlítt. Mótið gekk vel og voru bæði keppendur og mótshaldarar ánægðir með keppnina. Það voru um 40 þátttakendur sem voru skráðir til leiks. Keppnisgreinar voru kringlukast, kúluvarp, spjótkast og yngstu keppendurnir kepptu líka í langstökki.

Stigahæstu keppendur samkvæmt unglingastigatöflu frjálsíþróttasambandsins voru Björgvin Daði(13) með 824 stig fyrir 9,40m í kúluvarpi, Dalmar Snær(11) með 823 stig fyrir 3,48m í langstökki. Gunnar Freyr(13) með 820 stig fyrir 9,33 í kúluvarpi.

Hjá stelpunum var það Elín Helga(12) sem fékk 820 stig fyrir 23,82m í spjótkasti, Vala Rún(13) með 815 stig fyrir 9,48m í kúluvarpi og Guðný Rúna(10) með 707 stig fyrir 3,06 m í langstökk

Texti: UMSS.is

Skagfirðingar stóðu sig vel á Akureyrarmóti í frjálsumíþróttum

Akureyrarmót í frjálsíþróttum fór fram á frjálsíþróttavellinum við Hamar á Akureyri helgina 21.-22. júlí.  Veður var gott og keppendur margir, alls 149 skráðir til leiks, þar af 27 frá UMSS.

Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, margir bættu sinn fyrri árangur og sigur vannst í 15 greinum.  Krakkarnir í flokki 12-13 ára voru áberandi í liði UMSS og sigruðu þau í stigakeppni aldursflokksins.

 

Sigurvegarar UMSS í einstökum greinum:

  • Vésteinn Karl Vésteinsson (12-13):  60m grindahlaup, hástökk, langstökk og spjótkast.
  • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14-15):  200m hlaup og 80m grindahlaup.
  • Vala Rún Stefánsdóttir (12-13):  60m grindahlaup, kúluvarp og spjótkast.
  • Hafdís Lind Sigurjónsdóttir (12-13):  200m hlaup og langstökk.
  • Daníel Þórarinsson (16+):  800m hlaup.
  • Hákon Ingi Stefánsson (14-15):  Kringlukast.
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (14-15):  Hástökk.
  • Rúnar Ingi Stefánsson (12-13): Kúluvarp.

 

Margir aðrir náðu mjög góðum árangri.  Má þar nefna að Jóhann Björn Sigurbjörnsson bætti sinn fyrri árangur, þegar hann varð í 3. sæti í 100m hlaupi á mjög góðum tíma, 11,16 sek.  Hann hljóp reyndar á 11,13 sek í undanrásum, en þá var meðvindur aðeins yfir leyfilegum mörkum.  Þá bætti Daníel Þórarinsson árangur sinn vel í 400m hlaupi, þegar hann varð í 2. sæti á 52,03 sek..

Opið fyrir skráningu á 15. Unglingalansmóti UMFÍ

1. júlí verður opnað fyrir skráningu á 15. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningu lýkur á miðnætti 29. júlí.

Unglingalandsmótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina.

Texti og mynd: umss.is

Fimmtudagsmót í frjálsum á Sauðárkróki

Fimmtudagsmót verður haldið á Sauðárkróksvelli fimmtudaginn 14 júní. Mótið byrjar kl 17:00 og lýkur um 21:00. Keppnisgreinar eru stangarstökk, kringlukast, hástökk og langstökk. Möguleiki er á að bætt verði við greinum ef áhugi er til staðar.

Hægt er að senda skráningar á UMSS@simnet.is

Verið velkomin að mæta og taka þátt

Skagfirðingar stóðu sig vel á meistaramóti Íslands í Frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um sl. helgi. Mótið var vel sótt, um 360 keppendur voru frá 19 félögum og samböndum. Flestir keppendur komu frá ÍR eða 61, FH sendi 44, HSK/Selfoss 36, Breiðablik 31, UMSE 28 og frá UMSS og Fjölni voru 23 keppendur.

 Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, urðu í 5. sæti af 19 liðum í samanlagðri stigakeppni og unnu 1 gull, 3 silfur og 5 bronsverðlaun. Keppendur UMSS sem unnu til verðlauna voru: Fríða Isabel Friðriksdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,58m). Hún varð einnig í 2. sæti í 60m grindahlaupi og langstökki, og 3. sæti í 60m hlaupi. Berglind Gunnarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki. Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi. Sæþór Már Hinriksson (12) varð í 3. sæti í langstökki. Stúlknasveit UMSS (14) varð í 3 sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Þórdís Inga Pálsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir.

Úrslit í samanlagðri stigakeppni mótsins: 1. FH 432 stig, 2. ÍR 422, 3. HSK/Selfoss 336,8 stig, 4. Breiðablik 278,5 stig, 5. UMSS 192,5 stig, 6. Fjölnir 169,5 stig.

Fjórir Íslandsmeistaratitlar til Skagfirðinga

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík helgina 4.-5. febrúar. Keppendur UMSS unnu 4 Íslandsmeistaratitla á mótinu og auk þess 4 silfur og 3 brons.

 Verðlaunahafar UMSS:

Daníel Þórarinsson (18-19) sigraði í 200m, varð í 2. sæti í 60m og 800m.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17) sigraði í 60m hlaupi, varð  2. í 200m og 3. í hástökki.

Ísak Óli Traustason (16-17) sigraði í hástökki, varð 3. Í 60m grindahlaupi.

Halldór Örn Kristjánsson (20-22) sigraði í hástökki.

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17) varð í 2. sæti í 200m.

Guðjón Ingimundarson (20-22) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.

Skagfirsku piltarnir í flokki 16-17 ára urðu í 3. sæti í stigakeppninni, en hópurinn allur hafnaði í 6. sæti af 19 liðum í samanlagðri stigakeppni mótsins.