Tag Archives: tindastóll -ka

Tindastóll náði stigi á Akureyri

Tindastóll og KA léku í dag 9. júní í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið var á Akureyrarvellinum og voru áhorfendur 250.

Ben Everson kom Tindastóli yfir á 11. mínútu, en KA menn svöruðu aðeins 4 mínútum síðar með marki frá Brian Gilmour. Ævar Jóhannesson kom svo KA í 2-1 á 29. mínútu en Stólarnir svöruðu fyrir sig á þeirri 44. mínútu með marki frá Ingva Hrannari. Staðan var því 2-2 í leikhléi og engin mörk voru skoruð í síðari hálfleik.

Undir lok leiksins var Arnari Atlasyni hjá Tindastóli og Brian Gilmour frá KA vikið af leikvelli með rautt spjald.