Tag Archives: tindastóll ír

Tindastóll tapaði gegn ÍR

ÍRingar komu í heimsókn á Sauðárkrók í dag 2. júní. Tindastól gerði tvo mörk snemma í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu hins vegar gestirnir 4 mörk og kláruðu leikinn 2-4.

Max Touloute skoraði fyrsta mark Tindastóls á 17. mínútu og Ben Everson það síðara nokkrum mínútum síðar.

Mörk ÍRinga komu á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik en þau skoruðu : Nigel Quashie á 63. mínútu, Guðjón Gunnarsson, Davíð Einarsson og Elvar Páll Sigurðsson með lokamarkið á 85. mínútu.

Tindastóll spilar við ÍR á föstudaginn á ÍR-velli

Tindastóll og ÍR eigast við Lengjubikarnum í knattspyrnu karla í Reykjavík föstudaginn 13. apríl klukkan 19. Leikurinn fer fram á ÍR-vellinum í Breiðholti. Þetta er baráttan um botnsætið en hvorugu liðinu hefur gengið vel A-deild,2. riðli í Lengjubikarnum í ár. ÍR situr á botninum með 0 stig en Tindastóll er með 1 stig. Bæði lið hafa leikið 6 leiki. Tindastóll hefur náð einu jafntefli og tapað 5 leikjum, skorað 2 mörk og fengið á sig 26.

Vonandi verður þetta leikurinn sem verður upphafið af góðu sumri í boltanum. Hvetjum alla til að mæta og styðja sína menn.

Tindastóll vann ÍR í körfunni

Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Reykjavík í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Tindastóll og ÍR voru bæði búin að tapa þremur leikjum í röð en Stólarnir voru sterkari á lokamínútunum í kvöld en þeir tryggðu sér sigur með því að skora tíu síðustu stig leiksins.

ÍR-Tindastóll 92-96 (28-27, 14-19, 23-26, 27-24)

ÍR: Nemanja Sovic 24/8 fráköst, Robert Jarvis 19/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 19/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 16/5 fráköst, Ellert Arnarson 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 5, Kristinn Jónasson 2, Níels Dungal 2.

Tindastóll: Maurice Miller 22/8 fráköst/7 stoðsendingar, Curtis Allen 18/6 fráköst, Igor Tratnik 17/15 fráköst/3 varin skot, Svavar Atli Birgisson 11, Helgi Rafn Viggósson 11/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Friðrik Hreinsson 4, Helgi Freyr Margeirsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3.