Tag Archives: tindastóll haukar

Haukar unnu Tindastól

Eftir annasama viku í leikmannamálum hjá Tindastól var komið að Haukum að koma í heimsókn á Sauðárkróksvöll.  Haukar unnu 1-0 sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks. Haukamenn voru talsvert betri í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var allt annar og heimamenn óheppnir að ná ekki að skora mark.

Tindastóll var með talsvert breytt lið frá síðasta leik.  Ben Everson og Theo Furness fóru frá félaginu í vikunni og einnig vantaði Fannar Örn sem var í leikbanni. Inn fyrir þá komu Fannar Freyr sem tók framlínuna fyrir Ben og Atli Arnarson fór af miðjunni og var á hægri kantinum. Ingvi fór niður í vinstri bakvörðinn fyrir Fannar og Max var kominn á vinstri kantinn. Strákunum gékk erfiðlega að halda boltanum inná miðjunni og lítil ógn var fram á við hjá Tindastóli. Haukamenn pressuðu stíft og skoruðu sigurmarkið á 44.mín.

 

Seinni hálfleikurinn var betri hjá Tindastóli. Benjamín Gunnlaugarson kom inná á 46. mínútu og við það kom meiri ógn í sóknina. Arnar Sigurðsson kom síðan inná á 62. mínútu og var hann alltaf líklegur til að gera eitthvað, en Arnar er að jafna sig af meiðslum. Tindastóll setti mikla pressu á Hauka undir lokin og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Lokastaðan 0-1 fyrir Hauka.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Tindastóll í beinni útsendingu á laugardaginn

KSÍ og SportTV  hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV á vefsvæðinu  http://www.sporttv.is/.   Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Fyrsti leikurinn verður leikur Tindastóls og Hauka, en Stólarnir sækja Haukana heim.

Þetta er frábær viðbót við umfjöllun um íslenska knattspyrnu en 1. deild karla hefst nú á laugardaginn með sex leikjum en hér má sjá hvaða leikir verða sýndir í fyrstu umferðunum

  • lau. 12. maí. 14:00 Haukar – Tindastóll
  • lau. 19. maí. 14:00 Víkingur R. – ÍR
  • fös. 25. maí. 20:00 Þróttur R. – Leiknir R.
  • lau. 02. jún. 16:00 Fjölnir – KA
  • lau. 09. jún. 14:00 Haukar – Leiknir R.
  • lau. 16. jun. 14.00 Þróttur R. – BÍ/Bolungarvík
  • fim. 21. jun. 20.00 KA – Þór

Tindastóll vann Hauka í körfunni

Í Iceland Express-deild karla í kvöld vann Tindastóll lið Hauka úr Hafnarfirði í háspennuslag á Sauðárkróki.

Hér að neðan má sjá úrslit og stigaskor úr leik kvöldsins.

Tindastóll-Haukar 68-64 (22-21, 16-16, 14-15, 16-12)

Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 19/12 fráköst, Maurice Miller 13/8 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Igor Tratnik 8/10 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst, Curtis Allen 4/7 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 0, Friðrik Hreinsson 0, Páll Bárðason 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0.

Haukar: Christopher Smith 20/11 fráköst/5 varin skot, Helgi Björn Einarsson 11, Haukur Óskarsson 9, Alik Joseph-Pauline 9/8 fráköst, Örn Sigurðarson 8/4 fráköst, Emil Barja 3/5 fráköst, Steinar Aronsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Alex Óli Ívarsson 0, Andri Freysson 0.