Tag Archives: stólarnir

KR lagði Tindastól í fyrsta leik

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hófst á fimmtudagskvöld og héldu Tindastólsmenn suður til að mæta KR. Fjölmennum og fríður flokkur stuðningsmanna Tindastóls mættu á leikinn til að hvetja sína menn. KR-ingar höfðu frumkvæðið lengstum í leiknum og lönduðu nokkuð öruggum sigri þó Stólarnir hafi gert góða atlögu að þeim undir lok þriðja leikhluta. Lokatölur 84-68.

Nú er annar leikur liðanna á sunnudag í Síkinu á Sauðárkróki og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna og hvetja liðið til sigurs. KR-ingar hafa heimsótt Síkið tvisvar áður í vetur og hafa þeir ekki riðið feitum hesti frá þeim viðureignum. Áfram Tindastóll!

Stig Tindastóls: Allen 16, Miller 13, Þröstur Leó 12, Svabbi 11, Helgi Rafn 9, Tratnik 5 og Hreinsi 2.

Tindastóll vann ÍR í körfunni

Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Reykjavík í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Tindastóll og ÍR voru bæði búin að tapa þremur leikjum í röð en Stólarnir voru sterkari á lokamínútunum í kvöld en þeir tryggðu sér sigur með því að skora tíu síðustu stig leiksins.

ÍR-Tindastóll 92-96 (28-27, 14-19, 23-26, 27-24)

ÍR: Nemanja Sovic 24/8 fráköst, Robert Jarvis 19/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 19/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 16/5 fráköst, Ellert Arnarson 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 5, Kristinn Jónasson 2, Níels Dungal 2.

Tindastóll: Maurice Miller 22/8 fráköst/7 stoðsendingar, Curtis Allen 18/6 fráköst, Igor Tratnik 17/15 fráköst/3 varin skot, Svavar Atli Birgisson 11, Helgi Rafn Viggósson 11/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Friðrik Hreinsson 4, Helgi Freyr Margeirsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3.