Tag Archives: skíði

Afsláttur á vetrarkortum

Skíðadeild Tindastóls hefur sett í sölu vetrarkortin fyrir komandi vertíð og verða þau á 20% afslætti til 20. desember.

Það er um að gera að notfæra sér þetta frábæra tilboð, meðfylgjandi er einnig Norðurlandskortið sem gildir fyrir tvö skipti á skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Dalvík og Siglufirði.

  • Vetrarkort fyrir fullorðin 30.000 kr.
  • Vetrarkort fyrir börn 7 til 17 ára 15.000 kr.
  • Vetrarkort á gönguskíði 15.000 kr.

 

Skíðasvæðið í Tindastóli opið í dag

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið til klukkan 16 í dag. Núna er snjókoma og hægviðri þessa stundina og færið er alveg ágætt.  Það er um að gera að nota nú páskafríið vel og drífa sig á skíði.

  • kl. 10:00 til 16:00 Opið á skíðasvæðinu.
  • Troðin göngubraut bara fyrir alla.
  • Mætum í eftirtektarverðum fötum 
  • kl. 12.00   Paint ball skotið í mark, verð 1000 kr hver 100 skot
  • kl. 13.00   Þrautabraut fyrir 8 ára og yngri allir fá páskaegg að loknum tveimur ferðum.
  • kl. 13.00   Hæfnisbraut á brettum, páskaegg í verðlaun,  mikið hlegið.  
  • Kl. 14:00   Snjóþotu- og sleðarall – Músík í fjallinu.

Vetrarleikarnir í Tindastóli

Á laugardaginn s.l.  hófust Vetrarleikar í Tindastól þar sem ýmislegt var í boði fyrir skíðaiðkendur. Margir mættu með skíði, bretti, þotur og fleira til að skemmta sér og sínum og tókst ágætlega. Vegna bilunar í skíðalyftu og óhagstæðs veðurs á sunnudeginum var dagskrá þann daginn frestað til sunnudagsins 4. mars.

Myndband frá Feykir.is og Youtube.com