Tag Archives: skagafjörður

Skíðadeild Tindastóls fær nýjan snjótroðara

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur keypt snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011 fyrir Skíðadeild Tindastóls.

Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli.

12 skagfirsk fyrirtæki meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2020

Listi Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi var birtur nýverið, en í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Tólf skagfirsk fyrirtæki eru meðal þessara fyrirtækja í ár:

 • FISK-Seafood
 • Friðrik Jónsson ehf.
 • Kaupfélag Skagfirðinga
 • Norðurtak ehf.
 • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
 • Raðhús ehf.
 • Spíra ehf.
 • Steinull hf.
 • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
 • Tengill ehf.
 • Vinnuvélar Símonar ehf.
 • Vörumiðlun ehf.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð hér að neðan.

 • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
 • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
 • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
 • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
 • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
 • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
 • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
 • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
 • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

 

Heimild: www.creditinfo.is

Byggðarráð Skagafjarðar þrýstir á jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar

Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna.

Þetta kom fram á síðasta fundi Byggðarráðs Skagafjarðar.

Sæluvika 2020 haldin í lok september

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagins Skagafjarðar hefur samþykkt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok september. Hátíðin verður haldin dagana 27. september til 3. október 2020.

Vegna aðstæðna í samfélaginu af völdum Covid-19 var ekki unnt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl eins og hefð er fyrir.

Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Mikið er um framkvæmdir í Skagafirði þessa dagana og mikill uppgangur. Unnið er hörðum höndum að Sauðárkrókslínu 2 milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og tengiviki rísa á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en með Sauðárkrókslínu 2 eykst orkuöryggi þar sem flutningsgeta raforku til Sauðárkróks mun tvöfaldast.

Framkvæmdir eru hafnar að viðbyggingu við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi, sem mun hýsa starfsemi leikskólans og kemur til með að stórbæta leikskólaaðstöðu á Hofsósi. Hafin er vinna við nýtt sorpmóttökusvæði í Varmahlíð og þá hefur útlit Sundlaugar Sauðárkróks breyst töluvert, en fyrsta áfanga endurbóta við sundlaugina er lokið.

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk úr Ísland ljóstengt

Föstudaginn 12. júní síðastliðinn hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum króna til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.

Alls voru 443 milljónum kr. úthlutað til ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Námu styrkir til sveitarfélaga 317,5 milljónum kr. og fékk Neyðarlínan úthlun að fjárhæð 125,5 milljónum kr. til að leggja ljósleiðara og til uppbyggingar fjarskiptainnviða utan markaðssvæða. Þessi auka fjárveiting er liður í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19.

Afsláttur á vetrarkortum

Skíðadeild Tindastóls hefur sett í sölu vetrarkortin fyrir komandi vertíð og verða þau á 20% afslætti til 20. desember.

Það er um að gera að notfæra sér þetta frábæra tilboð, meðfylgjandi er einnig Norðurlandskortið sem gildir fyrir tvö skipti á skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Dalvík og Siglufirði.

 • Vetrarkort fyrir fullorðin 30.000 kr.
 • Vetrarkort fyrir börn 7 til 17 ára 15.000 kr.
 • Vetrarkort á gönguskíði 15.000 kr.

 

Áhersluatriði Samfylkingar á Norðurlandi vestra

Samfylking á Norðurlandi vestra ætlar að:

 

 • efla starfsemi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra
 • leggja áherslu á matvælaöryggi, lýðheilsustefnu og landbúnað í sátt við byggð og náttúru
 • berjast fyrir bættum samgöngum um Norðurland vestra
 • ná sátt um afgjald vegna auðlindanýtingar, starfsumhverfi útgerðar og kjör sjómanna
 • styrkja löggæslu og forvarnir á öllum stærri þéttbýlisstöðum
 • standa vörð um menntastofnanir á Norðurlandi vestra og efla Háskólann á Hólum
 • tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu
 • styðja við uppbyggingu á nýjungum í atvinnulífi í sátt við umhverfið
 • tryggja foreldrum 600 þúsund króna hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi

ss

Undankeppni Samfés í Miðgarði

Söngkeppni Friðar verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þann 12. desember næstkomandi og eru nemendur 8. – 10. bekkjar, sem hafa áhuga á að taka þátt, hvattir til að hafa samband við Hús frítímans. Keppnin er undankeppni söngkeppni Samfés sem fer fram árlega í byrjun mars en þangað komast 30 atriði að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara og aðra.

Heimild: skagafjordur.is

Nýr golfhermir í Skagafjörð?

Ágætu félagar í GSS
Að undanförnu hafa nokkrir félagar í GSS rætt sín á milli um kaup á golfhermi í nýja inniaðstöðu klúbbsins. Sá hermir sem helst kemur til greina er af gerðinni Double Eagle DE3000 sem er einn sá besti sem völ er á. Í herminum er hægt að spila marga heimsþekkta golfvelli og er grafík eins og best verður á kosið. Einnig er afar mikilvægt að nútíma golfhermar gefa mjög raunhæfa mynd af sveiflu og raunverulegri getu. Þetta er því ekki bara tölvuleikur, heldur tæki til að bæta sig í golfi. Auk þess að spila golfvelli er hægt að vera á æfingarsvæðinu og fá nákvæmar upplýsingar um högg, lengdir, sveifluhraða o.s.frv. á sama hátt og mæling fer fram hjá söluaðilum á golfkylfum.

Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna og stofna áhugamannafélag um kaup á slíkum hermi. Ljóst er að einungis verður hægt að festa kaup á slíku tæki með samstilltu átaki margra. Ákveðið hefur verið að fara þá leið að fara þess á leit við félagsmenn að þeir kaupi fyrirfram tíma í herminn með afslætti og þannig verði hægt að safna nægu fjármagni til að hefjast handa. Jafnframt er mikilvægt að hefjast þegar handa, þannig að hermirinn geti verið kominn í gagnið fyrir áramót.

Í stuttu máli er hugmyndin sú að áhugamannafélagið kaupi golfherminn, safni fjármagni í upphafi að upphæð 1 milljón króna, en síðan verði seldir tímar í herminn. Hver klukkustund í herminum kosti 2500 krónur fyrir félagsmenn, en allt að 5 manns geti spilað í einu. Utan félagsmenn munu greiða hærra gjald, 3-3500 krónur. Einn 18. holu hringur tekur um 2-3 klukkustundir, en kostnaður dreifist að sjálfsögðu eftir því hversu margir spila í einu. Þess má geta að á höfuðborgarsvæðinu kostar klukkutíminn 3000-3500 krónur og er þar um að ræða eldri gerðir herma. Heildarkostnaður vegna hermisins og uppsetningar hans er um 5 milljónir króna.

Alla fréttina má lesa hér.

Heimild: gss.is

Hreinsað til í Hólaskógi í Hjaltadal

Þegar óveðrið geisaði norðanlands í september leiddi samspil snjóþunga og hvassviðris til þess að greinar í Hólaskógi í Hjaltadal klofnuðu og tré féllu. Gönguleiðin upp í Gvendarskál lokaðist nær alveg vegna þess, þar sem hún liggur nærri skógarjaðrinum. Því tóku tveir sjálfboðaliðar sig til og söguðu greinar og ruddu brautina. Nú er göngustígurinn í gegnum skóginn aftur orðinn vel fær.

Það skal þó tekið fram að þeir sem fara á hestbaki um Hólaskóg eru beðnir um að ríða ekki á göngustígunum, því að þeir eru engan veginn hannaðir til þess að bera þunga hests og þrepin góðu eyðileggjast – eins og því miður hefur orðinn rauninn í nokkur skipti. Bak við hvert þrep liggur mikil vinna, bæði nemenda ferðamáladeildar og sjálfboðaliða. Því er mælst til þess að reiðmenn haldi sig við veginn sem liggur í gegnum skóginn.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að ganga um Hólaskóg og njóta útivistar í fögru umhverfinu þar.

Fleiri ljósmyndir má sjá í þessu videoi hér.

Ljósmynd tók Kjartan Bollason, texti frá www.holar.is

Ljósmynd: Kjartan Bollason.

Huggulegt haust á Norðurlandi

Byggðasafnið tekur þátt í huggulegu hausti um næstu helgi.

Minjahússýningar verða opnar laugardaginn 13.okt. og sunnudaginn 14. okt. frá 12 til 18 báða dagana. Klukkan eitt (kl.13) mun Sara R. Valdimarsdóttir fjalla um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi.

Skagafjarðarsafnarútan fer frá Gestastofu sútarans kl 13 og kemur í Minjahúsið. Rútan fer þaðan kl. 13:30.

Vinadagurinn í Skagafirði

Vinadagurinn var haldinn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag, 6. september.

Öll grunnskólabörn í Skagafirði ásamt skólahópum leikskólanna mættu til að skemmta sér saman eins og sannir vinir gera með söng, leik og dansi. Voru þar m.a. flutt atriði frá öllum grunnskólunum í Skagafirði, auk þess sem hljómsveitin Úlfur úlfur hélt uppi stuðinu að loknum atriðum nemenda og kynningu á hugmyndafræði vinaverkefnisins. Óhætt er að segja að dagurinn hafi verið vel heppnaður og skemmtu um 650 börn sér konunglega saman enda maður manns gaman eins og vel er þekkt.

Vinadagurinn var haldinn í tengslum við vinaverkefnið í Skagafirði og er í raun tillaga og útfærsla nemendanna sjálfra á því hvernig hægt er að efla vináttu og samveru þeirra í milli.

Vinaverkefnið er samstarfsverkefni leik-, grunn-, og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, íþróttahreyfingarinnar og foreldrasamtaka í Skagafirði. Hefur verkefnið hlotið mikla athygli og fékk m.a. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, á síðasta ári. Höfuðmarkmið verkefnisins er að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku.

Nánari upplýsingar um vinaverkefnið er að finna á vefsíðunni www.vinaverkefnid.is.

UMSS sigraði heildarstigakeppnina í Þristinum

Þristurinn fór fram á Sauðárkróksvelli síðastliðinn miðvikudag. Þar kepptu UMSS, USVH og USAH sín á milli. Góðar aðstæður voru á Sauðárkrók til frjálsíþróttaiðkunnar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig. Alls tóku um 70 keppendur þátt í mótinu, þar af voru um 30 í liði UMSS.

Úrslitin voru þau að UMSS vann heildarstigakeppnina en USAH var í öðru sæti og USVH í því þriðja.

Stigakeppni aldursflokkana var þannig að UMSS vann í flokki pilta 11 ára og yngri, stúlkna 12-13 ára og stúlkur 14-15 ára. USAH vann síðan stigakeppni stúlkna 9 ára og yngri , pilta 12-13 ára og pilta 14-15 ára.

Heimild: www.umss.is

Flott golfmót á Sauðárkróki í sumar

Síðustu helgar hefur hvert golfmótið eftir annað verið haldið að Hlíðarenda á Sauðárkróki. Ágæt þátttaka hefur verið í hverju móti og veður leikið við keppendur.

Opna Hlíðarkaupsmótið var haldið 28. júlí og voru keppendur 47. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni. Sigurvegari varð Jóhann Örn Bjarkason GSS, en í kjölfar hans komu þeir Ásmundur Baldvinsson GSS, Jakob Helgi Richter GA, Arnar Geir Hjartarson GSS, Brynjar Örn Guðmundsson GSS og Kristján Halldórsson GSS.

Á opna Vodafonemótinu sem fram fór 4. ágúst var keppt í höggleik í karla og kvennaflokki, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir flesta punkta. Sigurvegarar í karlaflokki voru þeir Einar Haukur Óskarsson GK og Bjarni Sigþór Sigursson GS, en þeir léku á 75 höggum. Elvar Ingi Hjartarsson GSS varð síðan í þriðja sæti, höggi á eftir þeim. Í kvennaflokki sigraði Dagbjört Rós Hermundardóttir á 83 höggum. Sigríður Elín Þórðardóttir og Árný Árnadóttir voru síðan jafnar í 2-3 sæti á 85 höggum. Punktakeppnina sigraði Dagbjört Rós á 43 punktum. Elvar Ingi fékk 42 punkta en í þriðja sæti varð Magnús Gunnar Magnússon með 36 punkta.

Heimild: www.gss.is

Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 11. ágúst. Í ár verður Björn Vigfússon, sögukennari í MA, með fyrirlestur um Guðmund góða biskup í Hóladómkirkju og Laufey Guðmundsdóttir syngur. Dagskráin er í samvinnu við Hólahátíð sem er sama dag. Afþreying er fyrir börnin á sama tíma.

Búið er að setja upp söguskilti við Víðines í Hjaltadal sem verður kynnt til sögunnar af Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra í Glaumbæ eftir dagskránna í kirkjunni.

Við vígslu Fosslaugar hjá Reykjafossi á Sturlungadeginum 2011.

Um kvöldið verður Ásbirningablót haldið í gestamóttöku tilvonandi Kakalaskála sem Sigurður Hansen er að smíða í Kringlumýri. Þar koma fram Björg Baldursdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir, Agnar Gunnarsson, Jói í Stapa, Siggi á Ökrum og Sigurður Hansen ásamt fleiru góðu fólki. Hótel Varmahlíð sér um veitingarnar og eru miðapantanir í síma 453 8170 fyrir kl. 18 föstudaginn 10. ágúst, verð 3.800 kr.

Heimild: Innsent efni /  Fréttatilkynning

 

 

Minnisvarði um Hrafna Flóka vígður í Fljótum

Laugardaginn 11. ágúst n.k. mun Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka  sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari.

Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Helstu styrktaraðilar eru Alþingi Íslendinga, Menningarsjóður Norðurlands vestra, Menningar- og styrktarsjóður Norvikur og Kaupfélag Skagfirðinga. Auk þessara aðila hafa margir einstaklingar og fyrirtæki styrkt verkefnið með vinnuframlagi  og annarri greiðasemi.

Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson Athöfnin hefst kl. 14:30 og eru allir velkomnir.

Skagafjarðarrallý lokið

Skagafjarðarrallið fór fram um helgina í Skagafirði og voru það Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson á Subaru Impreza sem komu fyrstir í mark,  fóru allar 12 sérleiðarnar á 1:17:26. Mikill afföll urðu í rallinu, sem tókst þó með miklum ágætum, en aðeins 10 af 17 bílum kláruðu mótið.

Heimamaðurinn Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu í öðru sæti, 47 sekúndum á eftir sigurvegurunum á tímanum 1:18:13 en þeir óku sömuleiðis Subaru Impreza. Þriðju í mark voru Jón Bjarni Hrólfsson og Halldór Vilberg á 1:19:15 á Jeep Cherokee.

Eknar voru leiðir um Þverárfjall, Laxárdal og Sauðárkrókshöfn og einnig í Mælifellsdal, Vesturdal og á Nöfum á Sauðárkróki.

Sjá nánar á www.bks.is

# Áhöfn Crew Bíll Car Tími Time Í fyrsta To first Í næsta To next Refs 1a) Pen 1a) Refs 2b) Pen 2b)
1 13 Guðmundur / Ólafur Þór Subaru Impreza 1:17:26 0:00 0:00
2 5 Baldur / Aðalsteinn Subaru Impreza 1:18:13 0:47 0:47 0:00 0:00
3 34 Jón Bjarni / Halldór Jeep Cherokee 1:19:15 1:49 1:02 0:00 0:00
4 25 Katarínus Jón / Ívar Örn Mazda 323 1:20:39 3:13 1:24 0:00 0:00
5 8 Þórður / Björn Ingi Subaru Impreza 1:20:58 3:32 0:19 0:00 0:00
6 29 Kristinn / Brimrún Jeep LACY ONE 1:22:43 5:17 1:45 1:00 0:00
7 22 Guðmundur Snorri / Guðni Freyr Subaru Impreza 22b 1:27:29 10:03 4:46 1:00 0:00
8 28 Þórður / Einar Sveinn Subaru Impreza 1:28:48 11:22 1:19 0:00 0:00
9 1 Hilmar / Dagbjört Rún MMC Lancer Evo VII 1:41:30 24:04 12:42 0:00 25:00
10 26 Magnús / Hafdís Ósk MMC Lancer 1:54:00 36:34 12:30 0:00 25:00

Flokkur Non-Turbo

 • 1. Sæti – Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson – Subaru Impreza
 • 2. Sæti – Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson – Subaru Impreza
 • 3. Sæti – Katarínus Jón Jónsson og Ívar Örn Smárason – Mazda 323

Þriðjudagsmót í frjálsum í Varmahlíð

Þriðjudagsmót í frjálsum íþróttum var haldið á vellinum í Varmahlíð síðasta þriðjudagskvöld. Keppendur fengu frábært veður til að keppa í en það var logn og hlítt. Mótið gekk vel og voru bæði keppendur og mótshaldarar ánægðir með keppnina. Það voru um 40 þátttakendur sem voru skráðir til leiks. Keppnisgreinar voru kringlukast, kúluvarp, spjótkast og yngstu keppendurnir kepptu líka í langstökki.

Stigahæstu keppendur samkvæmt unglingastigatöflu frjálsíþróttasambandsins voru Björgvin Daði(13) með 824 stig fyrir 9,40m í kúluvarpi, Dalmar Snær(11) með 823 stig fyrir 3,48m í langstökki. Gunnar Freyr(13) með 820 stig fyrir 9,33 í kúluvarpi.

Hjá stelpunum var það Elín Helga(12) sem fékk 820 stig fyrir 23,82m í spjótkasti, Vala Rún(13) með 815 stig fyrir 9,48m í kúluvarpi og Guðný Rúna(10) með 707 stig fyrir 3,06 m í langstökk

Texti: UMSS.is

Ísbjörn týndur á Húnaflóasvæðinu

Lögreglan á Blönduósi telur nú að hvítabjörn sé einhvers staðar á Húnaflóasvæðinu. Veginum út á Vatnsnes var lokað fyrr í kvöld.

Þyrla Landhelgissælsunnar fann fyrir skömmu spor í fjörunni fyrir neðan Geitafell á vestanverðu Vatnsnesi og eru sporin að öllum líkindum eftir hvítabjörn. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að björn sé á svæðinu og biður fólk við allan Húnaflóa um að hafa varann á uns búið er að finna dýrið.

Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa séð björn á Húnaflóa í dag og var  þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Eftir að fréttir voru fluttar um leitina í kvöld hafði ung kona samband við lögreglu og sagðist hafa séð ljósgulan blett út á hafi snemma í morgun. Hún hefði talið að hugsanlega gæti verið um hvítabjörn að ræða en þótt það svo ólíklegt að hún sagði ekki frá því fyrr en aðrar fréttir bárust um hugsanlegar hvítabjarnarferðir.

Ítölsku ferðamennirnir voru í fjörunni fyrir neðan Geitafell þegar þau töldu sig sjá hvítabjörn. Þeir sýndu heimilisfólki á Geitafelli myndir og myndskeið. Heimilisfólkið var ekki visst um að um hvítabjörn væri að ræða, en lét lögregluna engu að síður vita og í kjölfarið fóru lögreglumenn að svipast um. EFtir að Ítalarnir fórú frá Geitafelli
Lögreglan vill ná sambandi við ítölsku ferðamennina, um er að ræða miðaldra ítölsk hjón með tvo drengi á gráum jepplingi. Lögreglan biður því ferðaþjónustufólk að hafa samband ef það veit um ferðir þeirra.

Heimild: Rúv.is

Rektor Hólaskóla vill samning við ráðuneytið

Hluti skýringarinnar á fjárhagsvanda Hólaskóla er sá að skólinn hefur aldrei haft samning við menntamálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi. Þetta segir nýr rektor skólans.

Erla Björk Örnólfsdóttir tók nýlega við stöðu rektors við háskólann á Hólum. Erla boðar enga byltingu í rekstri skólans, sem situr uppi með uppsafnaðan rekstrarhalla, en eitt af hennar fyrstu verkum í starfi hefur verið að ýta á eftir samningi við mennta – og menningarmálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi. Að hennar sögn er slíkur samningur í undirbúningi.

„Eins og staðan er í dag er Hólaskóli ekki með samning við Menntamálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi, allir aðrir háskólar hafa það. Háskólinn á Hólum hefur aldrei haft samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi.  Þannig að Háskólinn á Hólum fær ekki greitt samkvæmt þeim nemendum og nemendaígildum sem hér eru. Þannig að Háskólinn á Hólum hefur fengið greiddar upphæðir samkvæmt samingum sem eru ekki tengdar því námi sem kennt er hérna. Sem er hluti af því afhverju háskólinn áhólum er í fjárhagsörðugleikum af því að reksturinn er kannski ekki í takt við kennsluna.”

Erla segir að samningurinn skipti miklu máli fyrir allan rekstur skólans auk þess sem hann sé mikil viðurkenning fyrir skólann.

„Það er mjög stórt skref í viðurkenningu á því starfi, því góða starfi sem er unnið hér, þannig að já við bíðum í ofvæni.”

Kennara vantar í Skagafjörð

Laus staða umsjónarkennara í Sólgarðaskóla

Við Grunnskólan austan Vatna – Sólgarðaskóla er laus staða umsjónarkennara fyrir næsta skólaár

 

Laus staða kennara á Hofsósi

Við Grunnskólann austan Vatna – Hofsósi eru lausar stöður í list- og verkgreinum, þ.e. í heimilisfræði og hönnun og smíði.

Stöðuhlutfall hverrar námsgreinar er um 35%.

Nánari upplýsingar um stöfin gefur Jón Hilmarsson, skólastjóri í síma 898-6364

Laun skv. kjarasamningi KÍ.

Umsóknir sendist á netfangið jon@gsh.is ásamt ferilskrá og mynd. Umsóknarfrestur er til 2. Júlí.

Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Um næstu helgi verður hin árlega Jónsmessuhátíð haldin á Hofsósi. Fyrsta atriði hátíðarinnar verður miðnæturhlaup sem hefst fimmtudaginn 14. júní kl. 22.

Þetta er í 10. skiptið sem Jónsmessuhátíðin er haldin á Hofsósi og var  hún fyrstu árin haldin þá helgi sem nær var Jónsmessunni. Hin síðari ár hefur hún hins vegar verið fest á þriðju helgina í júní og hittist þannig á núna að sjálf Jónsmessan er á þeirri fjórðu.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Meðal skemmtikrafta á hátíðinni má nefna að Jóhannes eftirherma sem verður á kvöldvöku á föstudagskvöld og Vinir Sjonna halda uppi stuði á stórdansleik á laugardagskvöldinu.

Barokkhátíð á Hólum 2012

Fjórða barokkhátíð Barokksmiðju Hólastiftis haldin á Hólum 21.-24. júní 2012.

Áætluð dagskrá

Dagana 18.-20. júní  heldur Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari námskeið á Akureyri. Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis atriði í flutningi barokktónlistar. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir strengjaleikara en er þó öllum opið.

21. júní, fimmtudagur

 • 10.00-12.00 Þátttakendur drífur að úr öllum áttum. Tækifæri til að hittast og skipuleggja starfið næstu daga.
 • 12.00-12.30 Hádegisverður
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar – umsjón: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
 • 13.30 og fram eftir degi: Söngnámskeið Jóns Þorsteinssonar (staðsetning óákveðin)
 • 13.30 – 15.00 Dansnámskeið – umsjón: Ingibjörg Björnsdóttir
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30 – 16.30 Fyrirlestur – umsjón: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
 • 16.30-18.00 Æfingar
 • 18.30 Kvöldverður
 • 20.00 Tónleikar eða annar viðburður.
 • 21.00 Gengið upp í Gvendarskál þar sem blásið verður í lúðra og jafnvel leikið á fleiri hljóðfæri. Ef ekki viðrar til göngunnar verður henni frestað þar til seint á föstudagskvöld.

 

24. júní, föstudagur

 • 9.00 Morgunleikfimi í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
 • 9.30-12.00 Söngnámskeið Jóns Þorsteinssonar. Hljóðfæraleikurum gefst tækifæri til æfinga. Hvort tveggja, söngnámskeið og æfingar, er opið fyrir öllum sem vilja fylgjast með.
 • 11.00-12.00 Dansnámskeið – Dansnámskeið Ingibjargar Björnsdóttur heldur áfram.
 • 12.00-12.30 Hádegishressing
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar – Umsjón: Eyþór Ingi Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Sigurður Halldórsson
 • 13.30-15.00 Dansnámskeið – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 14.00-15.00 Söngnámskeið Jóns heldur áfram.
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30-16.30 Tónleikar í umsjón Sigurðar Halldórssonar og Japps Schröders
 • 16.45-18.00 Söngnámskeið Jóns heldur áfarm. Tími til ýmissa æfinga (hljómsveit, söngvarar, dansfólk)
 • 18.30 Kvöldverður
 • 20.00     Söngvaka í Auðunarstofu. Dreift verður söngverkum sem æfð verða á staðnum og söngfólk á hátíðinni, t.d. söngnemar Jóns Þorsteinssonar, getur komið fram að vild.

 

25. júní, laugardagur

 • 9.00 Morgunleikfimi í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
 • 9.30-11.00 Dansnámskeið – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 11.00-12.00 Æfingar
 • 12.00-12.30 Hádegishressing
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar í Auðunarstofu. Nemendur af námskeiði Hildigunnar Halldórsdóttur leika
 • 13.30-14.30 Dansnámskeið. – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 14.30-15.30 Erindi. Umsjón: Petri Arvo
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30-16.45 Hljómsveit hátíðarinnar æfir með dönsurum.
 • 17.00-18.30 Tónleikar: Q Consort.
 • 18.30 Barokkkvöldverður í sal Hólaskóla. Óskað er eftir að þátttakendur á hátíðinni troði upp með ýmis atriði, gamanmál, tónlist, leiklist, ræður eða annað skemmtilegt. Loks verður slegið upp barokkballi með undirleik hljómsveitar hátíðarinnar.

 

26. júní, sunnudagur

 • 11.00 Barokkmessa í Hóladómkirkju
 • 12.30 Hádegishressing.
 • 14.00 Lokatónleikar Barokkhátíðar 2010. Hljómsveit hátíðarinnar leikur og einnig koma fram smærri hópar og sólóistar.