Tag Archives: sauðárkróksvöllur

Sveitarfélagið styrkir Tindastól og byggir stúku

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Jafnframt hefur verið samþykkt að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll félagsins sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.

Tindastóll – Leiknir í dag

Tindastóll og Leiknir Reykjavík keppa í dag á Sauðárkróksvelli í 1. deild karla í knattspyrnu kl. 14.

Tindastóll er í 9. sæti með 21 stig og þarf á fleiri stigum að halda til að skilja sig frá neðstu liðunum. Leiknir er í fallsæti og þurfa svo sannarlega á sigri að halda. Baráttuleikur í dag, allir á völlinn að styðja sitt lið.

Þetta hafa Leiknismenn að segja um leikinn.

Þristurinn 2012 á Sauðárkróksvelli

Þristurinn verður haldinn á Sauðárkróksvelli miðvikudaginn 15 ágúst kl: 16:00. Mótið er frjálsíþróttakeppni unglinga úr UMSS, USAH og USVH, fyrir 15 ára og yngri . Keppnisgreinar fyrir 11 ára og yngri eru 60m, langstökk, hástökk 800m, kúluvarp og boðhlaup en hjá 12-13 ára er það hástökk, spjótkast, 80m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup og 14-15 ára er það hástökk, spjótkast, 100m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup.

Þeir sem geta aðstoðað við mótið eru beðnir um að láta vita á umss@simnet.is eða í síma 4535460

Um 800 krakkar á Króksmótinu

Í gær hófst Króskmót FISK á Sauðárkróksvelli. Þar eru rúmlega 800 krakkar sem keppa á mótinu. Mótinu líkur í dag kl. 15:30 ef planið heldur.  Öll úrslit má finna hér.

 

Úrslitaleikir hjá 5. flokki í dag, sunnudag.

Hjá 5.flokki raðast úrslitariðlarnir eftirfarandi:

A úrslit

  • Völlur 1 – 10.00 – Völsungur 2 – Leiknir
  • Völlur 1 – 11.30 – Völsungur 2 – Hvöt
  • Völlur 2 – 13.00 – Leiknir – Hvöt

B úrslit

  • Völlur 1 – 10.30 – Kormákur/Fram – Tindastóll 1
  • Völlur 2 – 12.00 – Kormákur/Fram – Tindastóll 2
  • Völlur 1 – 13.30 – Tindastóll 1 – Tindastóll 2

C úrslit

  • Völlur 2 – 10.00 – Tindastóll 3 – Völsungur
  • Völlur 1 – 11.00 – Tindastóll 3 – Smárinn
  • Völlur 2 – 12.30 – Völsungur – Smárinn

Haukar unnu Tindastól

Eftir annasama viku í leikmannamálum hjá Tindastól var komið að Haukum að koma í heimsókn á Sauðárkróksvöll.  Haukar unnu 1-0 sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks. Haukamenn voru talsvert betri í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var allt annar og heimamenn óheppnir að ná ekki að skora mark.

Tindastóll var með talsvert breytt lið frá síðasta leik.  Ben Everson og Theo Furness fóru frá félaginu í vikunni og einnig vantaði Fannar Örn sem var í leikbanni. Inn fyrir þá komu Fannar Freyr sem tók framlínuna fyrir Ben og Atli Arnarson fór af miðjunni og var á hægri kantinum. Ingvi fór niður í vinstri bakvörðinn fyrir Fannar og Max var kominn á vinstri kantinn. Strákunum gékk erfiðlega að halda boltanum inná miðjunni og lítil ógn var fram á við hjá Tindastóli. Haukamenn pressuðu stíft og skoruðu sigurmarkið á 44.mín.

 

Seinni hálfleikurinn var betri hjá Tindastóli. Benjamín Gunnlaugarson kom inná á 46. mínútu og við það kom meiri ógn í sóknina. Arnar Sigurðsson kom síðan inná á 62. mínútu og var hann alltaf líklegur til að gera eitthvað, en Arnar er að jafna sig af meiðslum. Tindastóll setti mikla pressu á Hauka undir lokin og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Lokastaðan 0-1 fyrir Hauka.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Fimmtudagsmót í frjálsum á Sauðárkróki

Fimmtudagsmót verður haldið á Sauðárkróksvelli fimmtudaginn 14 júní. Mótið byrjar kl 17:00 og lýkur um 21:00. Keppnisgreinar eru stangarstökk, kringlukast, hástökk og langstökk. Möguleiki er á að bætt verði við greinum ef áhugi er til staðar.

Hægt er að senda skráningar á UMSS@simnet.is

Verið velkomin að mæta og taka þátt

Tindastóll tapaði gegn ÍR

ÍRingar komu í heimsókn á Sauðárkrók í dag 2. júní. Tindastól gerði tvo mörk snemma í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu hins vegar gestirnir 4 mörk og kláruðu leikinn 2-4.

Max Touloute skoraði fyrsta mark Tindastóls á 17. mínútu og Ben Everson það síðara nokkrum mínútum síðar.

Mörk ÍRinga komu á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik en þau skoruðu : Nigel Quashie á 63. mínútu, Guðjón Gunnarsson, Davíð Einarsson og Elvar Páll Sigurðsson með lokamarkið á 85. mínútu.

Tindastóll gegn Víkingi Ólafsvík á laugardaginn

Tindastóll tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík laugardaginn 19. maí á Sauðárkróksvelli kl. 16. Um er að ræða 2. umferð í 1. deild karla í knattspyrnu en Tindastóll er enn án stiga eftir tap gegn Haukum í síðsta leik. Víkingur Ó. er með 1 stig eftir jafntefli í fyrsta leik gegn Fjölni.

Allir á völlinn og styðja sína menn !

Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli

Félags- og tómstundarnefnd Skagafjarðar þakkar þann dugnað og sjálfboðaliðsstarf íþróttahreyfingarinnar, sem hér felst í því að byggja og kosta aðstöðu fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli.

Áður hefur frjálsíþróttadeild Tindastóls byggt tímatökuskýli á vellinum og knattspyrnudeild Tindastóls áhorfendastúku í sjálfboðamennsku. Viðhald þeirra mannvirkja hefur ekki verið íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. Starf sjálfboðaliða innan vébanda ungmenna-og íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði verður seint fullþakkað.