Tag Archives: reiðnámskeið

Reiðnámskeið Háskólans á Hólum

Reiðkennarabraut Háskólans á Hólum heldur reiðnámskeið fyrir hinn almenna hestamann (16 ára og eldri), dagana 22. – 25. mars.

Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnun, samspil knapa og hests og að bæta jafnvægi á gangtegundum. Nemandi verður að mæta með taminn hest og búnað.

Hægt er að fá stíu og fóður fyrir hestinn meðan á námskeiðinu stendur og er verð þá 1000 kr. sólarhringurinn á hest.

Annars er kennsla nemendum að kostnaðarlausu.

Hægt verður að kaupa hádegismat á staðnum um helgina.

Dagskrá:

22. mars, fimmtudagur: kl 17:00 – 21:00
23. mars, föstudagur: kl 17:00 – 21:00
24. mars, laugardagur: kl 9:00 – 17:00
25. mars, sunnudagur: kl 9:00 – 16:00

Skráning fyrir 18. mars, hér

Nánari upplýsingar veita:
Anna Rebecka – 856-5882
Bergþóra – 895-7906

Hestamenn athugið: Skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni

Námskeiðið verður haldið dagana 12., 13. og 15. apríl 2012. Kennsla hefst fimmtudaginn 12. apríl með bóklegum tíma kl. 18:00 – 21:00 í Reiðhöllinni í salnum uppi. Skipt er í hópa, 4 saman í hóp. Verkleg kennsla fram klukkutíma í senn.

Á föstudeginum 13. apríl 2012 byrjar fyrsti hópur kl. 18:00 og sunnudaginn 15. apríl 2012.

Verð á námskeið er 15.000 kr.
Skráning á námskeiðið er á ss@fakur.is
Opnað hefur verið fyrir skráningu.