Tag Archives: menningarstyrkir

Menningarstyrkir til Háskólans á Hólum og tengdra aðila

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði nýlega verkefnastyrkjum fyrir árið 2012. Háskólinn  á Hólum eða aðilar tengdir honum eru skrifaðir fyrir nokkrum þessara verkefna:

Guðbrandsstofnun – kr. 400.000 vegna Sumartónleika á Hólum 2012.
Sögusetur íslenska hestsins – kr. 250.000, m.a. til þátttöku í Íslenska hestatorginu á Landsmóti 2012.
Barokksmiðja Hólastiftis – kr. 250.000 til Barokkhátíðar á Hólum 2012.
Fornverkaskólinn – kr. 250.000 vegna alþjóðlegs torfhleðslunámskeiðs
Ferðaþjónustan á Hólum – kr. 100.000 í gönguferðirnar Í fótspor Guðmundar góða.

Verkefnastyrkir frá Menningarráði Norðurlands

Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV.

Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa eina úthlutun á árinu 2012, með umsóknarfresti til og með 15. mars.
Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

  •  Fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar og lista.
  •  Efla samstarf á sviði menningarmála á svæðinu.
  •  Stuðla að nýsköpun og þróun í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu.
  •  Menningarstarfsemi styðji við ferðaþjónustu.
  •  Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélagshópa í menningarstarfi.
  •  Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á sviði menningar og lista.
  •  Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.

Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar Úthlutunarreglur 2012 á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð.

Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Í umsókninni skal m.a. vera greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur.

Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 15. mars 2012. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.

Hægt er að sækja skjalið í heild sinni hér.