Tag Archives: ks

Tæpum 110 þúsund kindum slátrað hjá KS

Sláturtíð hjá Kjötafurðastöð KS lauk fimmtudaginn 30. október síðastliðinn. Stefnt er að því að vera með síðustu sauðfjár slátrun ársins 28. nóvember næstkomandi. Það sem af er ári hefur verið slátrað 109.950 kindum og var meðalþungi lamba í sláturtíð 16,16 kg sem er hækkun á meðalþunga frá fyrra ári um tæp 300 gr.

Slátrun gekk vel og úrvinnsla gekk einnig vel en talsverð breyting varð milli ára í útfærslu á kjötskurði og pökkun. Má þar nefna framleiðslu á lamba kórónu, læri án mjaðmabeins, stuttum lambahrygg og svokallaðri lamba öxl. Allt eru þetta vörur sem gerir lambakjötið girnilegra og í raun aðgengilegra fyrir neytendur í formi smærri sölueininga.

Útflutningur hefur gengið vel og er verið að lesta síðustu gámana sem ætlaðir eru til útflutnings á þessu ári. Helstu markaðir eru Asía, Spán, Bretland og Rússland og hluti hliðarafurða fer til Hollands og þaðan á aðra markaði. Eftir áramót verða svo sendir út gámar með lambaskrokkum á Noreg og Japan.  Gærusala hefur ekki gengið sem skildi og eru um 60. þús. gærur óseldar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

Kaupfélag Skagfirðinga fjármagnar skólabyggingu

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að ráðast í framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki. Kaupfélag Skagfirðinga hefur boðist til að lána fyrir framkvæmdum fyrsta áfanga, án vaxta og afborgana, á byggingartímanum.

Skólinn starfar nú á tveimur stöðum í bænum og er ætlunin að byggja við og bæta skólahúsið við Skagfirðingabraut og færa allt skólastarfið þangað. Sameining skólans á einum stað skapar mikla hagræðingu og er til bóta fyrir nemendur og starfsfólk.