Tag Archives: körfubolti tindastóll

Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir 31. ágúst – 2. september

Skráningarfrestur til 27. ágúst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum körfuknattleiksdeildar frá aldrinum 6 ára og upp úr.

Tilgangur búðanna er að hrista hópinn saman fyrir tímabilið og hefja það með stæl.

Kostnaður við þátttökuna er kr. 3.500 fyrir 11 ára og eldri og 1.500 fyrir 10 ára og yngri.

Bárður Eyþórsson er yfirþjálfari búðanna og honum til aðstoðar verða þjálfarar körfuknattleiksdeildar.

Skráning á www.tindastoll.is

 

Öflugur 10.flokkur drengja í körfubolta hjá Tindastóli

Strákarnir í 10. flokki Tindastóls í körfubolta kepptu á sínu síðasta móti á Sauðárkróki um s.l. helgi. Þeir unnu alla sína andstæðinga örugglega og þar með B-riðilinn.

Að sögn Kára Maríssonar þjálfara kom honum mest á óvart hversu yfirburðirnir voru miklir en segir það merki um að menn eru í stöðugri framför. Sannarlega jákvæður og góður endir hjá strákunum.

Úrslit leikjanna:

  • Tindastóll- Hamar/Þór   70-39
  • Tindastóll-Fjölnir b          82-48
  • Tindastóll-Breiðablik     70-44
  • Tindastóll-Fjölnir             80-40

Stigaskor leikmanna: Viðar 57, Pétur 55, Hannes 37, Finnbogi 30, Bjarni 22, Haukur 20, Kristinn 18, Friðrik Hrafn 14, Sigurður Óli 9, Elvar 9, Sighvatur 7, Óli Björn 6,Ingi 6, Ágúst 2.

 

Kári mun nú setja saman 6 lið úr öllum flokkum sínum; 9. 10. og 11. og spila mót út apríl og klára aprílmánuð með einstaklingskeppnum í þrautabraut, þriggja stiga skotum og stinger.

Heimild: Tindastoll.is