Tag Archives: knattspyrna karla

Tindastóll auglýsir eftir fólki í öryggisgæslu

Þar sem Tindastóll eru komnir upp í 1.deild, þá þarf félagið að undirgangast leyfiskerfi KSÍ. Eitt af því er að hafa öryggisverði á heimaleikjum félagsins. Hlutverkið er að fylgja dómurum til og frá búningsklefa og passa að áhorfendur fari ekki yfir öryggislínu á vellinum.

Áhugasamir hafi samband við Stefán Arnar í síma 660-4685 eða Skúla Vilhjálm í síma 8645305

Fyrsti heimaleikur Tindastóls er 19.maí gegn Víkingi Ólafsvík.

Drangey réð ekki við KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Drangey frá Skagafirði léku í Bikarkeppni KSÍ í Boganum á Akureyri í dag. KF vann stórsigur á Drangey, og urðu lokatölur 5-1.

KF komst í 5-0 en Drangey náði að minnka muninn í 5-1. Arnór Hallsson skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir KF, Sigurjón Sigurðsson skoraði það þriðja, og Sigurbjörn Hafþórsson skoraði svo tvö síðustu mörkin fyrir KF.  Mark Drangeyjar gerði Hilmar Kárason.

Víkingar áttu ekki í erfiðleikum með Tindastól

Víkingar og Tindastóll áttust við í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. Víkingar gerðu út um leikinn á nokkrum mínútum með þremur mörkum. Eftir 15 mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir Víkinga. Fyrsta markið gerði Patrik Snær á 11 mínútu, annað markaði kom svo á 14. mínútu og var það  Viktor Jónsson sem átti það mark. Mínútu seinna eða á 15. mínútu var það markahrókurinn mikli Hjörtur Hjartarson sem gerði út um leikinn og bætti við þriðja markinu.

Víkingar gerðu fjórar skiptingar í síðari hálfleik og gátu leyft sér að hvíla menn eins og Helga Sigurðsson og Reyni Leósson. Tindastólsmenn gerðu eina skiptingu en Hilmar Þór kom inná fyrir Pálma Þór á 76 mínútu.  Lokamarkið kom í blálokin og var það varamaðurinn Þórður Rúnar sem skoraði markið á 92. mínútu.

Víkingar eru þar með komnir á topp riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo sigurleiki gegn Keflavík og Tindastól í dag. Tindastóll er stigalaust á botninum eftir tvo leiki.

1-0 Patrik Snær Atlason 11. mín
2-0 Viktor Jónsson  14. mín.
3-0 Hjörtur Hjartarson 15. mín
4-0 Þórður Rúnar Friðjónsson 92. mín.

Leikskýrslan frá KSÍ er hér.

Tindastóll tapaði fyrir ÍA í lengjubikarnum

ÍA vann öruggan 4-1 sigur á Tindastól í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. ÍA komst í 2-0 með mörkum frá Eggerti Kára í upphafi leiks en Fannar Örn minnkaði muninn í 2-1 á 24 mínútu en lengra komust Tindastólsmenn ekki í þessum leik. Lið ÍA bætti svo við einu marki skömmu fyrir leikhlé og öðru marki um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Skagamenn.

1-0 Eggert Kári Karlsson (‘2)
2-0 Eggert Kári Karlsson (‘7)
2-1 Fannar Örn Kolbeinsson (’24)
3-1 Mark Doninger (’41)
4-1 Andri Adolphsson (’65)

Tindastóll keppir við ÍA á laugardaginn í Lengjubikarnum

Tindastóll leikur í A-deild karla í 2. riðli í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. Fyrsti leikurinn er á laugardaginn kemur og er sá leikur við ÍA í Akraneshöllinni kl. 12.

Riðillinn er nokkuð erfiður, en fyrir utan hið sterka lið ÍA þá eru það Eyjamenn, Keflavík og Stjarnan sem eru líklegust til að leiða riðilinn. Tindastóll ætti mesta möguleika gegn ÍR, KA eða Víkingi en kannski verða Stólarnir spútnik lið riðilsins !

A-deild, riðill 2.

1     ÍA
2     ÍBV
3     ÍR
4     KA
5     Keflavík
6     Stjarnan
7     Tindastóll   
8     Víkingur R.

Úrslit og leiki riðilsins má sjá hér.

Allir leikir Tindastóls í sumar í 1. deild karla í knattspyrnu

Tindastóll leikur í 1.deildinni í knattspyrnu í sumar. Mótið hefst þann 12. maí með leik við Hauka á útivelli. Þrjú lið frá Norðurlandi eru í deildini í ár, svo það verður hart tekist á í leikjum við KA-menn og Þórsara.

Leikir Tindastóls á Íslandsmótinu sumarið 2012 verða eftirfarandi:
(með fyrirvara um breytingar)

Laugardaginn 12. maí kl. 14 Haukar – Tindastóll Ásvellir
Laugardaginn 19. maí kl. 14 Tindastóll – Víkingur Ó. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 26. maí kl. 14 BÍ/Bolungarvík – Tindastóll Torfnesvöllur
Laugardaginn 2. júní kl. 14 Tindastóll – ÍR Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 9. júní kl. 14 KA – Tindastóll Akureyrarvöllur
Laugardaginn 16. júní kl. 14 Tindastóll – Víkingur R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 23. júní kl. 14 Fjölnir – Tindastóll Fjölnisvöllur
Laugardaginn 30. júní kl. 14 Leiknir R. – Tindastóll Leiknisvöllur
Laugardaginn 7. júlí kl. 14 Tindastóll – Höttur Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 17. júlí kl. 20 Tindastóll – Þróttur R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 21. júlí kl. 14 Tindastóll – Haukar Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 24. júlí kl. 20 Þór – Tindastóll Þórsvöllur
Laugardaginn 28. júlí kl. 14 Víkingur Ó. – Tindastóll Ólafsvíkurvöllur
Laugardaginn 1. ágúst kl. 19 Tindastóll – BÍ/Bolungarvík Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 10. ágúst kl. 19 ÍR – Tindastóll ÍR-völlur
Laugardaginn 16. ágúst kl. 19 Tindastóll – KA Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 21. ágúst kl. 18:30 Víkingur R. – Tindastóll Víkingsvöllur
Laugardaginn 25. ágúst kl. 14 Tindastóll – Fjölnir Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 1. september kl. 14 Tindastóll – Leiknir R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 8. september kl. 14 Höttur – Tindastóll Vilhjálmsvöllur
Laugardaginn 15. september kl. 14 Tindastóll – Þór Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 22. september kl. 14 Þróttur R. – Tindastóll Valbjarnarvöllur