Tag Archives: kf

Drangey réð ekki við KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Drangey frá Skagafirði léku í Bikarkeppni KSÍ í Boganum á Akureyri í dag. KF vann stórsigur á Drangey, og urðu lokatölur 5-1.

KF komst í 5-0 en Drangey náði að minnka muninn í 5-1. Arnór Hallsson skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir KF, Sigurjón Sigurðsson skoraði það þriðja, og Sigurbjörn Hafþórsson skoraði svo tvö síðustu mörkin fyrir KF.  Mark Drangeyjar gerði Hilmar Kárason.

Bjarki Már aftur í Tindastól eftir stutta dvöl hjá KF

Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason sem kom frá Tindastóli í vetur og spilaði nokkra leiki í Lengjubikarnum fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ákveðið að leika með liði Tindastóls í sumar. Bjarki Már segir ástæðu félagskiptana vera vegna fjölskyldu sinnar sem býr á Sauðárkróki.  Lárus Orri þjálfari KF er óhress með þetta og var tilbúinn með samning fyrir Bjarka Má en aðeins átti eftir að undirrita hann.

Bjarki Már var lykilmaður í liði Tindastóls í fyrra og var valinn í lið ársins í 2. deild karla. Hann spilar stöðu varnarmanns og hefur leikið 167 leiki í Meistaraflokki og skorað 21 mark.

Tindastóll hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa hér.

Frétt Fótbolta.net með viðtali við Lárus Orra þjálfara KF má lesa hér.

Bjarki Már verður ekki með Tindastóli næsta sumar

Bjarki Már Árnason hefur skipt yfir í lið KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

Bjarki hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli undanfarin ár en hann var í liði ársins í annarri deildinni síðastliðið sumar sem og árið 2009. Einnig þjálfaði hann kvennalið Tindastóls árin 2010-2011. Hann er fæddur árið 1978 og hefur leikið 167 leiki fyrir meistaraflokk og skorað 21 mark. Hann hefur meðal annars leikið í Noregi og fyrir Keflavík.

Þessi 33 ára gamli varnarjaxl hefur ákveðið að breyta til og æfði meðal annars með Magna Grenivík og lék fyrir þá á Norðurlandsmótinu nú fyrir skömmu.

Tindastóll hefur misst fjóra reynda leikmenn frá síðustu leiktíð. Dejan Miljokovic er genginn í raðir Fjarðabyggðar, ekki verður samið aftur við Milan Markovic og Gísli Eyland hefur lagt hanskana á hilluna.

KF hafnaði í sjötta sæti 2. deildarinnar í fyrra en Tindastóll vann deildina og spilar í 1. deild í sumar.

Sjá einnig frétt frá Tindastóli hér.