Tag Archives: kennari óskast

Tvær stöður við ferðamáladeild Háskólans á Hólum lausar til umsóknar

Við deildina er í boði háskólanám í ferðamálafræðum og viðburðastjórnun og lögð stund á rannsóknir og fræðastarf. Aðsókn nemenda og umsvif deildarinnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Starfsaðstaða deildarinnar í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar er fjölskylduvænt samfélag með grunnskóla og leikskóla. Nánari upplýsingar um skólann og staðinn er að finna hér á Hólavefnum.

Staða deildarstjóra ferðamáladeildar

Í starfinu felst:
• Fagleg ábyrgð á kennslu og rannsóknum innan deildarinnar sem og samstarfi við atvinnulíf, stoðkerfi og fræðasvið ferðamála
• Dagleg stjórnun ferðamáladeildar og starfsmanna hennar
• Þátttaka í stefnumótun, stjórnun og rekstri Háskólans á Hólum, seta í framkvæmdaráði
• Rannsóknir og kennsla

Við leitum að einstaklingi með:
• Doktorspróf á sviði ferðamálafræða eða tengdum fræðasviðum
• Reynslu af stjórnun, rannsóknum, kennslu og þróunarstarfi
• Leiðtogahæfileika, frumkvæði, framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og getu til að stýra samstarfi innan deildar sem utan
• Mikla skipulagshæfileika og yfirsýn

 

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er. Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is .

 

Nánari upplýsingar veita Erla B. Örnólfsdóttir rektor s. 455 6300 / erlabjork@holar.is eða Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is .

 

Staða háskólakennara við ferðamáladeild

 

Í starfinu felst:
• Kennsla á sviði menningar og ferðamála
• Kennsla á sviði hátíða og viðburða
• Leiðbeining nema í lokaverkefnum
• Þátttaka í stefnumótun ferðamáladeildar
• Mótun eigin rannsókna á sviðum deildarinnar

Menntunar og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á sviði ferðamálafræða, menningar og viðburða eða tengdra fræða, hæfi sem háskólakennari, doktorspróf æskilegt
• Reynsla af kennslu og rannsóknum
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnu og færni í mannlegum samskiptum

Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er. Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is

Nánari upplýsingar veitir Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is .

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Ritstjóri og umsjón með vef: Hjördís Gísladóttir | Vefurinn er unnin í vefumsjón

Atvinna í Húnaþingi vestra

Grunnskóli Húnaþings vestra:

Grunnskólakennara í 100% starf frá 1. ágúst(afleysing til eins árs). Kennslugreinar danska og náttúrufræði.

Tvo stuðningsfulltrúa á miðstigi og skólaliða frá 15. ágúst. Möguleiki á samþættingu starfa þannig að úr verði tvö heil stöðugildi (tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu).

Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi þætti til að bera:

  • Grunnskólakennaramenntun er æskileg.
  • Áhuga á þverfaglegri teymisvinnu með nemandann að leiðarljósi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góða samstarfs-og skipulagshæfileika

Framundan er spennandi þróunarvinna þar sem mikil áhersla er á þverfaglegri  teymisvinnu með nemandann  að leiðarljósi.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.skolatorg.is/kerfi/hunathingvestra/skoli/Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í símum 4552911 og 8625466

Kennara vantar í Varmahlíðarskóla

Við Varmahlíðarskóla eru eftirtaldar kennarastöður lausar til umsóknar:

  • Starf textílkennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 80% starf. Gerð er krafa um háskólamenntun í faginu sem og kennslureynslu.
  • Starf vélsmíðakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% starf. Gerð er krafa um menntun í vélsmíði sem og kennslureynslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá og mynd. Umóknarfrestur er til 9. maí.