Tag Archives: ísbjörn

Ísbjörninn fannst ekki í dag

Formlegri leit að hvítabirni sem talinn var vera við Húnaflóa er lokið í dag. Stýrimaður þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór um svæðið í dag segir næsta víst að ef björninn hafi verið á svæðinu hefði sést til hans úr þyrlunni.

Á miðvikudaginn taldi fólk sig sjá til hvítabjarnarins á sundi, þyrlan hefur farið um svæðið síðan og leitað en ekki haft erindi sem erfiði.
Hilmar Þór Hilmarsson, varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi segir að á morgun verði metið að nýju hvort þyrlan verður kölluð til leitar. Engin skipulögð leit sé á jörðu niðri.

„Eina formlega leitin sem er er úr lofti með þyrlunni. Það er ekki hægt að leita þetta öðruvísi. Við viljum bara að fólk verði á varðbergi og láti okkur vita ef það sér eitthvað einkennlegt og við viljum eftir sem áður að fólk sé ekki að raska sínum plönum,” saði Hilmar.

Henning Þór Aðalmundsson er stýri- og sigmaður í áhöfn þyrlunnar en hún fór aðallega um Heggstaðanes og Vatnsnes í dag og leitaði vandlega frá fjalli niður í fjöru. Í gær var farið yfir Húnaflóann allan, úti á sjó og meðfram strandlengjunni.

„Það er ekkert 100 prósent, en við teljum að við höfum leitað það vel að við hefðum rekist á hann sé hann þarna. Þetta eru mikil flökkudýr. Stoppa sjaldnast við á sama stað lengi og eru yfirleitt bara á flandri og ef hann hefur verið á sundi gæti hann verið kominn til sjávar eitthvert en það hvítnar aðeins á báru núna en því er það aðeins erfiðara að fylgjast með þar sem það er hvítt á sjónum,” sagði Henning Þór Aðalmundsson.

Heimild: Rúv.is

Ísbirnir auka ferðamennsku

Leitin að hvítabirninum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra, segir starfsmaður samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Eldri borgarar sem skoðuðu Vatnsnesið í gær sýndu engin merki um hræðslu við hvítabjörn.

Kastljósi fjölmiðlanna hefur verið beint að Húnaþingi, eftir að leitin að hvítabirninum hófst. Vertíðin hjá ferðaþjónustufyrirtækjum stendur sem hæst og segir Gudrun Kloes hjá Samtökum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra að þessi mikla athygli skaði síður en svo ferðaþjónustuna á svæðinu.

„Ég ég held að hún hafi bara jákvæð áhrif, við sáum það strax í gær, þá streymdu menn að og voru mjög opnir fyrir því að skoða sig um og svipast eftir dýrinu. Þetta er ekki ólíkt náttúruhamförum, sem hafa svo jákvæð áhrif þegar þeim lýkur og við vonum bara að það gerist ekkert hræðilegt á meðan, þá er þessi björn bara algjör gullmoli fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu,” sagði Gudrun. Hún segir að ekki hafi nokkur hræðslumerki verið að sjá á ferðamönnum sem komu í gær.
„Við sáum það í gær, þá fór hópur eldri borgara í Reykjavík um svæðið. Þeir voru bara rólegir,” sagði Gudrun Klaes hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi.

Heimild: Rúv.is

Ísbjörn týndur á Húnaflóasvæðinu

Lögreglan á Blönduósi telur nú að hvítabjörn sé einhvers staðar á Húnaflóasvæðinu. Veginum út á Vatnsnes var lokað fyrr í kvöld.

Þyrla Landhelgissælsunnar fann fyrir skömmu spor í fjörunni fyrir neðan Geitafell á vestanverðu Vatnsnesi og eru sporin að öllum líkindum eftir hvítabjörn. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að björn sé á svæðinu og biður fólk við allan Húnaflóa um að hafa varann á uns búið er að finna dýrið.

Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa séð björn á Húnaflóa í dag og var  þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Eftir að fréttir voru fluttar um leitina í kvöld hafði ung kona samband við lögreglu og sagðist hafa séð ljósgulan blett út á hafi snemma í morgun. Hún hefði talið að hugsanlega gæti verið um hvítabjörn að ræða en þótt það svo ólíklegt að hún sagði ekki frá því fyrr en aðrar fréttir bárust um hugsanlegar hvítabjarnarferðir.

Ítölsku ferðamennirnir voru í fjörunni fyrir neðan Geitafell þegar þau töldu sig sjá hvítabjörn. Þeir sýndu heimilisfólki á Geitafelli myndir og myndskeið. Heimilisfólkið var ekki visst um að um hvítabjörn væri að ræða, en lét lögregluna engu að síður vita og í kjölfarið fóru lögreglumenn að svipast um. EFtir að Ítalarnir fórú frá Geitafelli
Lögreglan vill ná sambandi við ítölsku ferðamennina, um er að ræða miðaldra ítölsk hjón með tvo drengi á gráum jepplingi. Lögreglan biður því ferðaþjónustufólk að hafa samband ef það veit um ferðir þeirra.

Heimild: Rúv.is