Tag Archives: hús frítímans

Undankeppni Samfés í Miðgarði

Söngkeppni Friðar verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þann 12. desember næstkomandi og eru nemendur 8. – 10. bekkjar, sem hafa áhuga á að taka þátt, hvattir til að hafa samband við Hús frítímans. Keppnin er undankeppni söngkeppni Samfés sem fer fram árlega í byrjun mars en þangað komast 30 atriði að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara og aðra.

Heimild: skagafjordur.is

Frístundaleiðbeinendur óskast á Sauðárkróki

Lausar stöður Frístundaleiðbeinenda í hlutastarfi á Sauðárkróki í Húsi Frítímans, 20-40%. Um er að ræða að mestu kvöldvaktir, 1-2 í viku. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára, hafa mikinn áhuga á að starfa með börnum, unglingum og ungu fólki og geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla og menntun á uppeldissviði er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 15. september

 

Hægt er að sækja um hér.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Jóhannsdóttir forst.kona Húss frítímans í síma 660 4637.

Evrópa unga fólksins

Evrópa unga fólksins styrkir verkefni ungs fólks á aldrinum 13 – 30 ára og þeirra sem starfa með ungu fólki.

  •  Langar þig að fara í hópferð til Evrópu með vinum þínum að hitta annað ungt fólk í Evrópu?
  •  Ertu með góða hugmynd og langar í milljón í styrk til að framkvæma hana?
  •  Langar þig að fara til Spánar í heilt ár fyrir 10.000kr?

Mættu í Hús frítímans þann 13. mars til að kynnast tækifærum í Evrópu fyrir þig.

  Nánar um EUF á www.euf.is

Söngkeppni Samfés sýnd á tjaldi í Húsi frítímans

Söngkeppni Samfés fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars kl. 13, en flytja krakkar úr félagsmiðstöðvum vítt og breytt af landinu 30 atriði sem valin hafa verið í undankeppnum um land allt.  Á síðasta ári hlaut atriði Félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði sérstaka viðurkenningu sem faglegasta atriði, en þá söng Sigvaldi Gunnarsson og lét á gítar ásamt fríðum flokki bakraddasöngkvenna.  Nú munu tvær af þessum bakraddasöngkonum halda uppi heiðri Friðar í keppninni, en það eru þær Bergrún Sóla sem syngur, Sunna Líf sem leikur á píanó og með þeim verður Daníel Logi sem leikur á gítar.  Þau munu flytja lagið Ó elskan mín sem er úr smiðju Guns N Roses, en með íslenskum texta Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.

Hús frítímans á Sauðárkróki opnar af þessu tilefni kl. 13 á laugardaginn þar sem söngkeppnin verður sýnd á stóru tjaldi og eru sem flestir hvattir til að mæta og fylgjast með sínu fólki.