Tag Archives: húnaþing vestra

Atvinna í Húnaþingi vestra

Grunnskóli Húnaþings vestra:

Grunnskólakennara í 100% starf frá 1. ágúst(afleysing til eins árs). Kennslugreinar danska og náttúrufræði.

Tvo stuðningsfulltrúa á miðstigi og skólaliða frá 15. ágúst. Möguleiki á samþættingu starfa þannig að úr verði tvö heil stöðugildi (tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu).

Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi þætti til að bera:

  • Grunnskólakennaramenntun er æskileg.
  • Áhuga á þverfaglegri teymisvinnu með nemandann að leiðarljósi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góða samstarfs-og skipulagshæfileika

Framundan er spennandi þróunarvinna þar sem mikil áhersla er á þverfaglegri  teymisvinnu með nemandann  að leiðarljósi.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.skolatorg.is/kerfi/hunathingvestra/skoli/Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í símum 4552911 og 8625466

Lausar stöður hjá Húnaþingi vestra í sumar

Flokkstjóri í Vinnuskóla
Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl. einnig leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ár eða eldri, menntun og reynsla í störfum tengdum ungu fólki.
Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglingana. Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi:
Meðal starfa eru  ýmis viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, s.s veitur og fl. Reynsla og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu vera fæddir 1994 eða fyrr og nauðsynlegt er að þeir hafi bílpróf og dráttarvélapróf, reynsla af sambærilegu starfi er kostur, Samviskusemi og stundvísi.

Vegna þessara starfa skal skila inn Skriflegri umsókn til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 9. maí næstkomandi. Í umsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Frekari upplýsingar og upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400

Dreifinám á Hvammstanga

Unglingar á Hvammstanga sjá nú fram á að geta búið lengur heima hjá foreldrum sínum. Unnið er að því að opna framhaldsskóladeild í þorpinu þar sem kennt yrði í gegnum fjarfundarbúnað frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Til þessa hafa unglingar á svæðinu ekki átt annan kost en að flytja að heiman 16 ára hyggi þau á framhaldsskólanám. Margir fara til Sauðárkróks, aðrir til Akureyrar og enn aðrir suður, oft eftir því hvar fólk á ættmenni til að búa hjá. Nú vonast íbúar á Hvammstanga og í sveitunum í kring, til þess að geta haldið lengur í unglingana sína því unnið er að því að setja upp svokallað dreifnám á Hvammstanga

„Útgangspunkturinn á dreifnáminu er að auka möguleika til menntunar í heimabyggð,“ segir Eydís Aðalbjörnsdóttir, fræðslu- og félagsmálastjóri í Húnaþingi vestra. „Það var strax árið 2004 sem sveitarfélagið tók frumkvæði að því að opna fjarnámsstofu hér og núna eru tekin um 100 próf í fjarnámi bæði á framhalds- og háskólastigi þannig að næsta skref var eiginlega að opna framhaldsskóladeild.“

Kennt yrði í gegnum fjarfundarbúnað í félagsheimilinu á Hvammstanga. Af þessu verður þó ekki nema þátttakan verði næg. Unglingar á staðnum hafa fengið að taka þátt í undirbúningsvinnunni og eru flest jákvæð fyrir dreifnáminu þó mörgum þyki líka spennandi að flytja í burt og fara á heimavist.