Tag Archives: hóladómkirkja

Hólahátíðinni líkur í dag

Hólahátíðin hófst á föstudag. Óvanalega mikið verður um dýrðir þetta árið. Frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til embættis vígslubiskups í Hólastifti. Vígslan verður í lok hátíðarinnar, kl 14 á sunnudaginn. Aðrir liðir í dag verða sem hér segir.

 

  • kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni.
  • Kl. 11:00 Samkoma í Auðunar-stofu.  Ragnheiður Traustadóttir Opnun sýningar um Guðbrand Þorláksson biskup.
  • Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.
  • Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti.Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturprestakalls syngja.  Organistar og kórstjórar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Jóhann Bjarnason.
  • Kirkjukaffi að lokinni messu.

 

Messa í Hóladómkirkju alla sunnudaga í sumar

Nú er komið að sumardagskrá á Hólastað.   Messað verður kl 11 alla sunnudaga í sumar frá 10. júní.

Frá 1. júní til 10. september verður kirkjan opin daglega frá kl 10 -18.  Stuttar kvöldbænir eru alla daga nema sunnudaga kl 18-18:15, auk annarra helgistunda vegna sérstakra atburða sem auglýstar verða sérstaklega.

17. júní hefjast svo sumartónleikarnir sem verða kl 14 á sunnudögum. Það er harmónikkusnillingurinn Jón Þorsteinn Reynisson sem ríður á vaðið á þjóðhátíðardaginn.  Aðrir tónleikar verða einnig haldnir í tengslum við hátíðir sumarsins. Ókeypis aðgangur er að öllum tónleikunum.