Tag Archives: hjaltadalur

Hreinsað til í Hólaskógi í Hjaltadal

Þegar óveðrið geisaði norðanlands í september leiddi samspil snjóþunga og hvassviðris til þess að greinar í Hólaskógi í Hjaltadal klofnuðu og tré féllu. Gönguleiðin upp í Gvendarskál lokaðist nær alveg vegna þess, þar sem hún liggur nærri skógarjaðrinum. Því tóku tveir sjálfboðaliðar sig til og söguðu greinar og ruddu brautina. Nú er göngustígurinn í gegnum skóginn aftur orðinn vel fær.

Það skal þó tekið fram að þeir sem fara á hestbaki um Hólaskóg eru beðnir um að ríða ekki á göngustígunum, því að þeir eru engan veginn hannaðir til þess að bera þunga hests og þrepin góðu eyðileggjast – eins og því miður hefur orðinn rauninn í nokkur skipti. Bak við hvert þrep liggur mikil vinna, bæði nemenda ferðamáladeildar og sjálfboðaliða. Því er mælst til þess að reiðmenn haldi sig við veginn sem liggur í gegnum skóginn.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að ganga um Hólaskóg og njóta útivistar í fögru umhverfinu þar.

Fleiri ljósmyndir má sjá í þessu videoi hér.

Ljósmynd tók Kjartan Bollason, texti frá www.holar.is

Ljósmynd: Kjartan Bollason.

Nýr deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum

Guðrún Helgadóttir prófessor hefur tekið við starfi deildarstjóra ferðamáladeildar til tveggja ára frá og með 1. ágúst 2012. Guðrún hefur starfað við deildina frá 1996, fyrst sem stundakennari en sem prófessor frá árinu 2007.

 

Guðrún hefur sinnt kennslu og rannsóknum á sviði menningar og ferðamála, en aðaláherslur hennar í rannsóknum eru annars vegar á hesta og ferðamennsku og á minjagripi og menningararf hins vegar.

 

 

Karlmaður barði nemenda í Hólaskóla

Kona á þrítugsaldri, nemandi í Hólaskóla, var flutt á sjúkrahús í Reykjavík aðfararnótt sunnudags eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Karlmaður sem var gestkomandi í skólanum réðist á konuna eftir gleðskap og barði hana ítrekað í andlitið.

Hlaut hún mikla áverka, skurði í andlit og þá brotnuðu í henni margar tennur.

Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Sauðárkróki er líðan konunnar eftir atvikum. Árásarmaðurinn var handtekinn um nóttina og yfirheyrður á sunnudag. Málið telst upplýst.

heimild: Rúv.is