Tag Archives: frjálsar íþróttir

UMSS sigraði heildarstigakeppnina í Þristinum

Þristurinn fór fram á Sauðárkróksvelli síðastliðinn miðvikudag. Þar kepptu UMSS, USVH og USAH sín á milli. Góðar aðstæður voru á Sauðárkrók til frjálsíþróttaiðkunnar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig. Alls tóku um 70 keppendur þátt í mótinu, þar af voru um 30 í liði UMSS.

Úrslitin voru þau að UMSS vann heildarstigakeppnina en USAH var í öðru sæti og USVH í því þriðja.

Stigakeppni aldursflokkana var þannig að UMSS vann í flokki pilta 11 ára og yngri, stúlkna 12-13 ára og stúlkur 14-15 ára. USAH vann síðan stigakeppni stúlkna 9 ára og yngri , pilta 12-13 ára og pilta 14-15 ára.

Heimild: www.umss.is

Þristurinn 2012 á Sauðárkróksvelli

Þristurinn verður haldinn á Sauðárkróksvelli miðvikudaginn 15 ágúst kl: 16:00. Mótið er frjálsíþróttakeppni unglinga úr UMSS, USAH og USVH, fyrir 15 ára og yngri . Keppnisgreinar fyrir 11 ára og yngri eru 60m, langstökk, hástökk 800m, kúluvarp og boðhlaup en hjá 12-13 ára er það hástökk, spjótkast, 80m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup og 14-15 ára er það hástökk, spjótkast, 100m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup.

Þeir sem geta aðstoðað við mótið eru beðnir um að láta vita á umss@simnet.is eða í síma 4535460

20 verðlaun til Skagfirðinga á Unglingalandsmóti UMFÍ

Stærsta hátíð íslenskrar æsku, Unglingalandsmót UMFÍ, var haldin á Selfossi um verslunarmannahelgina.  Enn á ný var þátttökumet slegið, og ljóst er að þessi vímulausa hátíð er orðin stærsta útihátíð á mestu ferðahelgi Íslendinga.  Skarphéðinsmenn eiga þakkir skildar fyrir frábæra framkvæmd mótsins.

 

Íþróttir eru í brennidepli á hátíðinni, og sem fyrr stóðu skagfirskir keppendur sig vel í frjálsíþróttakeppni mótsins og voru til fyrirmyndar, eins og félagar þeirra sem kepptu í öðrum íþróttagreinum.   Alls unnu Skagfirðingarnir 20 verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, 4 gullverðlaun, 8 silfur og 8 brons, auk þess sem nokkrir unnu til verðlauna í blönduðum boðhlaupssveitum.  Þess má geta að yfir 50 keppendur voru í mörgum greinanna.

 

Skagfirðingar sem unnu til verðlauna voru:

 

 • Daníel Þórarinsson (18), sigraði í 100m og 800m hlaupum.
 • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14), sigraði í þrístökki og varð í 2. sæti í 100m, 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Ragnar Ágústsson (11), sigraði í spjótkasti.
 • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17), varð í 2. sæti í 100m og langstökki og 3. sæti í 110m grindahlaupi.
 • Ari Óskar Víkingsson (11), varð í 2. sæti í 60m hlaupi.
 • Sæþór Már Hinriksson (12), varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi.
 • Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17), varð í 2. sæti í hástökki.
 • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15), varð í 3. sæti í 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Gunnar Freyr Þórarinsson (13), varð í 3. sæti í kúluvarpi.
 • Haukur Ingvi Marinósson (14), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Hákon Ingi Stefánsson (15), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Agnar Ingimundarson (16-17), varð í 3. sæti í hástökki.
 • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17), varð í 3. sæti í 100m hlaupi.

Heimild: www.tindastoll.is

Þriðjudagsmót í frjálsum í Varmahlíð

Þriðjudagsmót í frjálsum íþróttum var haldið á vellinum í Varmahlíð síðasta þriðjudagskvöld. Keppendur fengu frábært veður til að keppa í en það var logn og hlítt. Mótið gekk vel og voru bæði keppendur og mótshaldarar ánægðir með keppnina. Það voru um 40 þátttakendur sem voru skráðir til leiks. Keppnisgreinar voru kringlukast, kúluvarp, spjótkast og yngstu keppendurnir kepptu líka í langstökki.

Stigahæstu keppendur samkvæmt unglingastigatöflu frjálsíþróttasambandsins voru Björgvin Daði(13) með 824 stig fyrir 9,40m í kúluvarpi, Dalmar Snær(11) með 823 stig fyrir 3,48m í langstökki. Gunnar Freyr(13) með 820 stig fyrir 9,33 í kúluvarpi.

Hjá stelpunum var það Elín Helga(12) sem fékk 820 stig fyrir 23,82m í spjótkasti, Vala Rún(13) með 815 stig fyrir 9,48m í kúluvarpi og Guðný Rúna(10) með 707 stig fyrir 3,06 m í langstökk

Texti: UMSS.is

Fimmtudagsmót í frjálsum á Sauðárkróki

Fimmtudagsmót verður haldið á Sauðárkróksvelli fimmtudaginn 14 júní. Mótið byrjar kl 17:00 og lýkur um 21:00. Keppnisgreinar eru stangarstökk, kringlukast, hástökk og langstökk. Möguleiki er á að bætt verði við greinum ef áhugi er til staðar.

Hægt er að senda skráningar á UMSS@simnet.is

Verið velkomin að mæta og taka þátt

Æfingartafla Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Æfingatafla

Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Frjálsíþróttadeild Tindastóls hefur birt æfingatöflu sumarsins 2012.  Gildir hún frá 1. júní – 31. ágúst, birt með fyrirvara um breytingar, ef nauðsynlegar reynast.

Yfirþjálfari deildarinnar er sem fyrr Sigurður Arnar Björnsson, en aðrir þjálfarar eru Aron Björnsson, Vignir Gunnarsson og Ragndís Hilmarsdóttir.  Skipulagðar eru æfingar í flokkum 10-14 ára og 15 ára og eldri.

 

 

ÆFINGATAFLA
Frjálsíþróttadeildar  UMF Tindastóls
sumarið 2012
  Mánud.   Þriðjud.   Miðvikud.   Fimmtud.   Föstud.
 10-14 ára    10-14 ára  10-14 ára  
 Kl. 17-19    Kl. 17-19  Kl. 17-19  
 VG – RH    VG – RH  VG – RH  
 15 ára +  15 ára +  15 ára +  15 ára +  15 ára +
 Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-20
 SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB
Þjálfarar:
Sigurður Arnar Björnsson:  Yfirþjálfari / Eldri flokkur
Aron Björnsson:  Eldri flokkur
Vignir Gunnarsson:  Yngri flokkur
Ragndís Hilmarsdóttir:  Yngri flokkur

 

 • Skráning:  Hjá þjálfurum á vellinum eða á netfanginu frjalsar@tindastoll.is.
 • Gjaldskrá:  10-14 ára kr. 2500 á mánuði, 15 ára og eldri kr. 3500 á mánuði.

Börnum sem ekki hafa æft frjálsíþróttir er velkomið að prófa nokkrar æfingar endurgjaldslaust.

Í samráði við yfirþjálfara geta 14 ára börn fengið að æfa með eldri flokki, ef þau vilja.  Deildin er ekki með æfingar fyrir börn yngri en 10 ára.

Skagfirðingar stóðu sig vel á meistaramóti Íslands í Frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um sl. helgi. Mótið var vel sótt, um 360 keppendur voru frá 19 félögum og samböndum. Flestir keppendur komu frá ÍR eða 61, FH sendi 44, HSK/Selfoss 36, Breiðablik 31, UMSE 28 og frá UMSS og Fjölni voru 23 keppendur.

 Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, urðu í 5. sæti af 19 liðum í samanlagðri stigakeppni og unnu 1 gull, 3 silfur og 5 bronsverðlaun. Keppendur UMSS sem unnu til verðlauna voru: Fríða Isabel Friðriksdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,58m). Hún varð einnig í 2. sæti í 60m grindahlaupi og langstökki, og 3. sæti í 60m hlaupi. Berglind Gunnarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki. Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi. Sæþór Már Hinriksson (12) varð í 3. sæti í langstökki. Stúlknasveit UMSS (14) varð í 3 sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Þórdís Inga Pálsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir.

Úrslit í samanlagðri stigakeppni mótsins: 1. FH 432 stig, 2. ÍR 422, 3. HSK/Selfoss 336,8 stig, 4. Breiðablik 278,5 stig, 5. UMSS 192,5 stig, 6. Fjölnir 169,5 stig.