Tag Archives: fnv

Takmörkun á skólastarfi hjá FNV

Samkvæmt 5. grein reglugerðar 958/2020 er skólastarf heimilt í öllum byggingum framhaldsskóla að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 1metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndum nemenda á milli hópa er ekki heimil.

Þetta þýðir fyrir FNV að allt almennt bóklegt nám færist í Teams. Kennsla í skóla verður áfram á eftirfarandi námsbrautum/námsgreinum: Verklegt- og fagbóklegt nám á iðnbrautum og hestabraut, starfsbraut, kvikmyndagerð, nám fyrir grunnskólanema og helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun og sjúkraliðanámi.

Nemendur í dreifnámi mæta í dreifnámsstofur á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Kennarar og nemendur sem mæta í skólann skulu nota grímur.

Íþróttir: Nemendur í bóknámi, sem stunda nám eingöngu í gegnum Teams, sækja verklega íþróttatíma samkvæmt stundaskrá. Nemendur í staðnámi sækja ekki verklega íþróttatíma. Kennarar nemenda í Þreksportstímum og Jóga munu hafa samband við sína nemendur um útfærslu.

Heimavistin verður opin en gestir ekki leyfðir.

Hádegismatur verður fyrir nemendur í mötuneyti klukkan 12:30 – 13:00.

Hægt er að panta viðtalstíma hjá námsráðgjafa og félagsráðgjafa í síma 455-8000 eða á eftirtöldum netföngum: margret@fnv.is og adalbjorg@fnv.is.

Bókasafnið verður lokað, en hægt er að fá aðstoð með því að senda póst á netfangið gretar@fnv.is.

Reglugerð 958/2020 er hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=d7c191c0-7f9b-466c-8354-ab06a6b959b6

Yfirlitsmynd af húsnæði skólans

Innritun í fjarnám Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Innritun í fjarnám FNV er frá 25. nóvember 2014 til 4. janúar 2015. Upplýsingar um námsframboð og námsgjöld eru á heimasíðu skólans undir umsóknir fyrir fjarnema.

Allt fjarnám er án aldurstakmarkana (25 ára og eldri einnig velkomnir) Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svavarsdsóttir umsjónarmaður fjarnáms. sirry@fnv.is

Sendiherra Rússlands heimsækir Hátæknimenntasetur FNV

Föstudaginn 4. maí heimsóttu sendiherrahjón Rússlands þau Andrey V. Tsyganov og  Larisa M. Tsyganova Hátæknimenntasetur Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra ásamt föruneyti.  Með í för voru auk túlks frá sendiráðinu, Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjaraðar,  Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eiginkona hans og Bjarni Jónsson, varaformaður byggðaráðs.

Heimsóknin var hluti af heimsókn ráðherrahjónanna til Skagafjarðar.  Sendiherrann kynnti sér starfsemi FNV og kennsluaðstöðu í Hátæknimenntasetri þar sem hann heimsótti allar verknámsdeildir skólans og Fab Lab stofuna. Sendiherrahjónin sýndu starfseminni mikinn áhuga og fengu góða leiðsögn skólameistara og kennurum skólans.

Kaffihúsakvöld ferðastúdenta

KAFFIHÚS

FERÐASTÚDENTAR STANDA FYRIR KAFFIHÚSAKVÖLDI Á SAL FJÖLBRAUTARSKÓLANS (FNV) MIÐVIKUDAGINN 29. FEBRÚAR FRÁ KL. 20-23.
OPIÐ HÚS FYRIR ALLA. KAFFI OG VEITINGASALA TIL STYRKTAR
FERÐASTÚDENTUM.

LIFANDI TÓNLIST Í BOÐI TÓNLISTARKLÚBBSINS.
SPENNANDI KEPPNI ÞAR SEM KENNARAR OG NEMENDUR KEPPA SÍN Á MILLI Í FJÖLBREYTTUM KEPPNISGREINUM.
– ALLIR AÐ MÆTA!

Vann Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldin með glæsibrag á föstudagskvöldið s.l. og var keppni geysihörð. Það voru þær María Ósk Steingrímsdóttir og Margrét Petra Ragnarsdóttir sem báru sigur úr bítum með lagið Dance with Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Þær María og Margrét munu keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna í apríl.

Sigvaldi Gunnarsson hlaut annað sætið með lagið Gaggó Vest,  Jónatan Björnsson hreppti þriðja sætið en hann söng lagið Lips of an Angel og í fjórða sæti varð Ólöf Rún Melstað með lagið Stronger.

Nemdur úr 10. bekk heimsækja Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Dagana 13. og 15. febrúar n.k. gefst 10. bekkingum kostur á að heimsækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fá að fylgja eldri nemanda í 4 kennslustundir. Þetta er gert til að kynna þeim enn frekar lífið sem framhaldsskólanemi. FNV mun síðan bjóða til almennrar kynningar fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra þeirra um námsframboð og sérstöðu skólans þann 1. mars. n.k. Sú kynning fer fram í Árskóla á Sauðárkróki og hefst kl. 17:30.