Tag Archives: fjölbrautarskóli norðurlands vestra

65 útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í 33. sinn  laugardaginn 26. maí að viðstöddu fjölmenni.  Alls brautskráðust 65 nemendur. Skólameistari, Ingileif Oddsdóttir, setti athöfnina og fjallaði m.a. um stöðu skólans og viðleitni hans til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna menntun.

Að setningunni lokinni flutti Margrét Petra Ragnarsdóttir lagið Hiding in my Heart við undirleik Jakobs Loga Gunnarssonar.

Þessu næst flutti Ásbjörn Karlsson, áfangastjóri, vetrarannál þar sem stiklað var á stóru í viðfangsefnum skólans á síðasta skólaári. Þar kom m.a. fram að nemendur á haustönn voru 405, en 532 á vorönn. Alls hefur 601 nemandi sótt nám til skólans á þessu skólaári.Starfsmenn skólans í vetur gegndu 47 stöðugildum, þar af voru kennarar í 35 stöðum.

Að loknum vetrarannál flutti Sveinn Rúnar Gunnarsson lagið Sway.

Brautskráning og afhending viðurkenninga var í höndum skólameistara og fagstjóra skólans. Alls brautskráðust 65 nemendur frá skólanum, þar af 32 stúdentar, 1 nemandi af starfsbraut,  7 húsasmiðir, 10 iðnmeistarar, 2 húsgagnasmiðir, 2 rafvirkjar, 4 vélsmiðir, 4 vélstjórar og einn nemandi af viðskiptabraut.

Að lokinni brautskráningu flutti Margrét Petra lagið One and Only við undirleik Jakobs Loga Gunnarssonar.

Pálmi Geir Jónsson flutti ávarp nýstúdenta. Garðar Víðir Gunnarsson flutti  ávarp 10 ára stúdenta, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir flutti ávarp 20 ára stúdenta, Kristín Aðalheiður Símonardóttir flutti ávarp 25 ára stúdenta og Knútur Aadnegaard flutti ávarp 30 ára brautskráningarnema.

Að loknum ávörpum flutti Sveinn Rúnar Gunnarsson lagið Álfheiður Björk.

Í kveðjuorðum skólameistari þakkaði hann samstarfsfólki sínu, skólanefnd og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu samstarfið á skóaárinu.  Þá  flutti hún nemendum heilræði fyrir lífið og óskaði þeim velfarnaðar.

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:

 • Laufey Inga Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi.
 • Ragnar Haukur Sverrisson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum félagsfræðabrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi
 • Hrannar Freyr Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur meistaranámi  húsasmíða
 • Rúnar Þór Njálsson hlaut viðurkenningu frá sendiráði Kanada fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku og frönsku á stúdentsprófi málabrautar]
 • Hann hlaut einnig viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi málabrautar.
 • Anna Rún Þorsteinsdóttir  hlaut eftirfarandi viðurkenningar:
 • Fyrir framúrskarandi  alhliða námsárangur á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar
  Hún hlaut viðurkenningu frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar.
  Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í erlendum tungumálum á stúdentsprófi.
  Hún fékk viðurkenningu frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar.
  Hún fékk einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi.
  Ennfremur fékk hún viðurkenningu frá Þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi.
 • Fríða Rún Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi
 • Herdís Guðlaug R. Steinsdóttir hlaut viðurkenningu  frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi.
 • Guðjón Ólafur Einarsson hlaut viðurkenningu fyrir  góða ástundun, vinnusemi og framfarir á starfsbraut skólans.
 • Karl Ragnar Freysteinsson hlaut viðurkenningu frá HAAS hátæknisetrinu  í Brussel fyrir framúrskarandi námsárangur í CNC – tölvutækum iðnaðarvélum.
 • Jónatan Björnsson hlaut viðurkenningu frá VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna  fyrir framúrskarandi námsárangur í vélstjórnargreinum
 • Birgir Þór Ingvarsson hlaut viðurkenningu  frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur dönsku á stúdentsprófi.
 • Björn Anton Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi  námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi
 • Pálmi Geir Jónsson hlaut viðurkenningu frá Lionsklúbbi Sauðárkróks úr Minningarsjóði Tómasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu og þakkir fyrir öflugt starf  á vettvangi félagsmála nemenda.

Heimild: FNV.is

Kaffihúsakvöld ferðastúdenta

KAFFIHÚS

FERÐASTÚDENTAR STANDA FYRIR KAFFIHÚSAKVÖLDI Á SAL FJÖLBRAUTARSKÓLANS (FNV) MIÐVIKUDAGINN 29. FEBRÚAR FRÁ KL. 20-23.
OPIÐ HÚS FYRIR ALLA. KAFFI OG VEITINGASALA TIL STYRKTAR
FERÐASTÚDENTUM.

LIFANDI TÓNLIST Í BOÐI TÓNLISTARKLÚBBSINS.
SPENNANDI KEPPNI ÞAR SEM KENNARAR OG NEMENDUR KEPPA SÍN Á MILLI Í FJÖLBREYTTUM KEPPNISGREINUM.
– ALLIR AÐ MÆTA!

Vann Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldin með glæsibrag á föstudagskvöldið s.l. og var keppni geysihörð. Það voru þær María Ósk Steingrímsdóttir og Margrét Petra Ragnarsdóttir sem báru sigur úr bítum með lagið Dance with Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Þær María og Margrét munu keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna í apríl.

Sigvaldi Gunnarsson hlaut annað sætið með lagið Gaggó Vest,  Jónatan Björnsson hreppti þriðja sætið en hann söng lagið Lips of an Angel og í fjórða sæti varð Ólöf Rún Melstað með lagið Stronger.

Geirmundur Valtýsson dæmir í söngvakeppni FNV

Föstudaginn 17. febrúar verður haldin söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra(FNV) þar sem keppt verður um þátttökurétt í Söngkeppni framhaldsskólanna 2012. Dagskrá hefst klukkan 20 á Sal bóknámshúss.
Dómarar eru Geirmundur Valtýsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Helga Rós Indriðadóttir en allur tónlistarflutningur er í umsjón nemenda skólans.
Aðgangseyrir: 800 kr. fyrir meðlimi NFNV og yngri en 1500 kr. fyrir aðra.