Frú Dorrit bauðst til að svara í símann hjá FISK þegar þau hjónin voru á ferðinni í Skagafirði og fórst það vel úr hendi. Svona hljómaði svar hennar:
FISK góðan dag, hvernig get ég hjálpað ?
Ljósmynd: Fisk.is
Fundur haldinn með áhöfnum skipa FISK Seafood og stjórnendum þess 5 júní 2012 á Sauðárkróki.
Á fundinn mættu ríflega 90 manns.
Áhafnir skipa FISK Seafood senda frá sér eftirfarandi ályktun:
,,Fundurinn fordæmir vinnubrögð núverandi stjórnvalda í framgöngu sinni í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Frumvörpin sem lögð hafa verið fram eru vanhugsuð og bein aðför að okkur sem erum starfsmenn stærri sjávarútvegsfyrirtækja svo og landsbyggðinni allri.
Jafnframt skora fundarmenn á stjórnvöld að draga þessi frumvörp til baka í óbreyttir mynd, og vinni að frumvarpi sem leiði til sem mestra sátta á meðal þegna landsins ´´