Tag Archives: drangey

Drangey réð ekki við KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Drangey frá Skagafirði léku í Bikarkeppni KSÍ í Boganum á Akureyri í dag. KF vann stórsigur á Drangey, og urðu lokatölur 5-1.

KF komst í 5-0 en Drangey náði að minnka muninn í 5-1. Arnór Hallsson skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir KF, Sigurjón Sigurðsson skoraði það þriðja, og Sigurbjörn Hafþórsson skoraði svo tvö síðustu mörkin fyrir KF.  Mark Drangeyjar gerði Hilmar Kárason.

Tindastóll og Drangey léku æfingaleiki um helgina

Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna frá Grenivík laugardaginn 28. apríl. Spilað var á Hofsósvelli. Skelfileg byrjun hjá Drangey þeim dýrkeypt,  og komst Magni í 3-0 á fyrstu 20.mín. Eftir þetta komust Drangey meira inn í leikinn og var það Hilmar Þór Kárason sem minnkaði muninn. Góð spilamennska var í liðinu á köflum, og var það síðan Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnkaði muninn í 3-2. Það var síðan undir lokinn sem Magni komst í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins. Fínir taktar oft á tíðum hjá Drangey og eiga þeir bara eftir að verða betri þegar líður nær sumri. Næsti leikur hjá strákunum er bikarleikur gegn KF, 6.maí á Ólafsfirði.

Tindastóll spilaði gegn Völsungi sunnudaginn 29. apríl á Hofsósvelli. Leikurinn var hin besta skemmtun en fullt af færum voru í leiknum, en mörkin létu á sér standa. Það mátti sjá á leikmönnum að þeir voru pínu ryðgaðir, enda orðið langt síðan spilað var úti, í íslenskri veðráttu og á grasi. Þegar menn fundu taktinn og byrjuðu að halda boltanum betur á grasinu, þá byrjaði að ganga betur. Tindastólsliðið var mun betra í þessum leik og fengu fullt af færum en skoruðu hinsvegar ekki fyrsta markið fyrr en á 70.mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir laglega sendingu frá Theodore Eugene Furness. 10.mín seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstu á boltann og kláraði vel.

Drangey verður í b-riðli í 3.deild karla

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2012.  Lið Drangeyjar frá Sauðárkróki verður í B-riðlinum og fyrsti leikurinn verður heimaleikur gegn KFG á Sauðárkróksvelli þann 20. maí klukkan 14.

Í 3. deild karla eru fjórir riðlar, skipaðir átta félögum þar sem leikin er tvöföld umferð. Eftir riðlakeppnina tekur við hefðbundin átta liða úrslitakeppni. Fjögur félög leika í 3. deildinni í ár sem ekki léku á síðasta keppnistímabili.

Á ársþingi KSÍ um helgina var samþykkt að fjölga deildum frá og með næsta ári. Tvö efstu lið 3. deildar í sumar munu því líka í 2. deild 2013 en önnur lið eiga möguleika á að vinna sér inn sæti í nýrri 3. deild.

Nokkur ný félög taka þátt í 3. deildinni í ár en Stjarnan, Þróttur og Tindastóll hafa sett á laggirnar nokkurskonar varalið.

Riðillinn lítur svona út:

B-riðill:
Afríka
ÍH
KB
KFG
Magni
SR (varalið Þróttar R.)
Ýmir
Drangey (varalið Tindastóls)