Tag Archives: blönduóskirkja

Tónleikar í Blönduóskirkju á laugardaginn

Vörðukórinn heldur tónleika í Blönduóskirkju klukkan 17, laugardaginn 5. maí næstkomandi. Vorið og vorkoman er að þessu sinni viðfangsefni Vörðukórsins. Fjölbreytt tónlist, íslensk og erlend.

Vörðukórinn er skipaður söngfólki af Suðurlandi, aðallega úr uppsveitum Árnessýslu. Kórinn hefur starfað af krafti frá stofnun árið 1995 og hefur gegnum árin flutt fjölbreytta tónlist við ýmis tækifæri.

Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.

Tónleikar í Blönduóskirkju og Hvammstangakirkju

Sunnudaginn 22. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju kl. 15:00 og Hvammstangakirkju kl. 20:30. Söngfólk úr kórum í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum halda tónleika í Blönduós- og Hvammstangakirkju.

Á efnisskránni er messa Franz Sehuberts í 9 liðum, auk tónlistar útsettri af Gunnari Gunnarssyni.

Stjórnendur kóranna eru Sólveig Sigríður Einarsdóttir, Pálína Fanney Skúladóttir og Sigrún Grímsdóttir.

Kynnir og flytjandi talaðs máls verður sr. Sveinbjörn Einarsson.

Aðgangseyrir kr. 2.000.-Ekki tekið við greiðslukortum.

Menningarráð Norðurlands vestra styrkir tónleikana.