Tag Archives: blönduós

Móttökuaðili óskast vegna drykkjarumbúða á Blönduósi

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka við móttöku drykkjarumbúða á Blönduósi. Tilvalið til að ná sér í aukapening eða nýta mannskap á dauðum tímum. Áhugasamir geta kynnt sér fyrirkomulag á Ísandi í gegnum vefsíðuna endurvinnslan.is

Endilega hafið samband í síma 5888522. Valdi eða Helgi.

Heimild: Blönduós.is

Húnavaka hafin

Húnavaka, hin árlega fjölskyldu- og menningarhátíð Blönduósinga hefst í gær. Hátíðin var sett fyrir framan Hafíssetrið og svo var blásið til heljarinnar grillveislu og eftirréttarhlaðborðs í gamla bænum.

Að því loknu voru Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent en að þessu sinni var Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi verðlaunuð fyrir snyrtilegt umhverfi og Hlíðarbraut 19 fyrir fegursta garðinn en þar búa Njáll Runólfsson, Ásta Þórisdóttir og synir.

 

Ísbjörn týndur á Húnaflóasvæðinu

Lögreglan á Blönduósi telur nú að hvítabjörn sé einhvers staðar á Húnaflóasvæðinu. Veginum út á Vatnsnes var lokað fyrr í kvöld.

Þyrla Landhelgissælsunnar fann fyrir skömmu spor í fjörunni fyrir neðan Geitafell á vestanverðu Vatnsnesi og eru sporin að öllum líkindum eftir hvítabjörn. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að björn sé á svæðinu og biður fólk við allan Húnaflóa um að hafa varann á uns búið er að finna dýrið.

Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa séð björn á Húnaflóa í dag og var  þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Eftir að fréttir voru fluttar um leitina í kvöld hafði ung kona samband við lögreglu og sagðist hafa séð ljósgulan blett út á hafi snemma í morgun. Hún hefði talið að hugsanlega gæti verið um hvítabjörn að ræða en þótt það svo ólíklegt að hún sagði ekki frá því fyrr en aðrar fréttir bárust um hugsanlegar hvítabjarnarferðir.

Ítölsku ferðamennirnir voru í fjörunni fyrir neðan Geitafell þegar þau töldu sig sjá hvítabjörn. Þeir sýndu heimilisfólki á Geitafelli myndir og myndskeið. Heimilisfólkið var ekki visst um að um hvítabjörn væri að ræða, en lét lögregluna engu að síður vita og í kjölfarið fóru lögreglumenn að svipast um. EFtir að Ítalarnir fórú frá Geitafelli
Lögreglan vill ná sambandi við ítölsku ferðamennina, um er að ræða miðaldra ítölsk hjón með tvo drengi á gráum jepplingi. Lögreglan biður því ferðaþjónustufólk að hafa samband ef það veit um ferðir þeirra.

Heimild: Rúv.is

Laxasetur Íslands á Blönduósi opnað

Laxasetur Íslands var opnað á Blönduósi 16.júní . Valgarður Hilmarsson, framkvæmdastjóri setursins, segir að Blönduós sé tilvalinn staður fyrir það, enda er helsta laxveiðiá landsins skammt frá.

Í laxasetrinu eru lifandi laxfiskar í aðalhlutverki. Sýningunni er skipt í þrjá meginkafla; líffræði, sögu og veiðar. Sérstaklega er fjallað um helstu laxfiska, umhverfi þeirra og helstu laxveiðiár. Valgarður segir að markmiðið sé að sýningin höfði til sem flestra, náttúrlega laxveiðimanna, einnig almennra ferðamanna og ekki síst barna.

Blanda er næsta laxveiðiá við Laxasetur Íslands og hún fær að renna gegnum sýninguna, þó einungis sem máluð á. Valgarður á von á fjölda gesta í sumar. Ferðamönnum fjölgi sífellt og vonandi njóti Laxasetrið góðs af því.

Heimild: rúv.is

Rafræn bókun heimsókna á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi

Hægt er að panta tíma hjá læknum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi með rafrænum hætti, en slíkt hefur ekki verið hægt að gera hjá opinberum heilbrigðisstofnunum hér á landi til þessa. Annars-staðar þarf að panta viðtal við lækni símleiðis.

Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, segir kerfið einfalt í notkun, fleiri heilbrigðisstofnanir taki án efa upp slíkt bókunarkerfi á næstunni. Hann segist ekki efast um að fólk taki þessu vel enda þjóðin vel tæknivædd. Á heimasíðu stofnunarinnar er sömuleiðis hægt óska eftir endurnýjun lyfseðla. Og kostnaðurinn við kerfið er ekki mikill, eða rétt um eitthundrað þúsund krónur.

Snorri Björnsson, heilsugæslulæknir, segir þetta þýða það að heilsugæslan sé orðin opnari og auki aðgengi fólks. Þetta sé enn einn möguleiki til þess að nálgast lækna og í þessu felist aukin þjónusta.

Heimild:Rúv.is

Heimild veitt til að stugga við seli í ósi Blöndu

Bæjarráð Blönduósbæjar hefur veitt Vigni Björnssyni heimild til að stugga við sel í ósi Blöndu með skotvopni. Það var veiðifélag Blöndu og Svartár sem óskaði eftir því að leyfið yrði veitt en algengt er á hverju sumri að selir gangi upp í Blöndu á eftir feitum og gómsætum löxum.

Í sumum tilfellum hafa selir gengið upp á Breiðina og í Damminn, sem eru fengsælustu veiðistaðirnir í Blöndu.

Í samþykkt bæjarráðs kemur fram að áhersla er lögð á að aðgerð sem þessi valdi bæjarbúum og ferðamönnum ekki ónæði.

Heimild: Húni.is

Árleg kvennareið frá Blönduósi 9. júní

Hin árlega kvennareið verður farin laugardaginn 9. júní næstkomandi kl. 15:00. Farið verður frá Reiðhöllinni á Blönduósi. Nefndin hefur valið góða og skemmtilega reiðleið sem endar svo í Reiðhöllinni í grilli og gríni. Gaman væri ef konur skreyttu sig og hesta sína, frjálst þema.

Skráning þarf að berast fyrir þriðjudaginn 5. júní svo að við getum gert ráðstafanir varðandi matinn.

Konur! Fjölmennum nú og eigum góðan dag saman. Skráning og nánari upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 894-7543, Gullu í síma 848-9447, Eddu í síma 660-3253 og Evu í síma 844-5624.

Sumarstarfsmaður óskast á Hafíssetrið

Blönduósbær óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í starf við Hafíssetrið frá 1. júní til 31.
ágúst 2012. Um er að ræða vinnu á opnunartímum Hafíssetursins, frá kl. 11 – 17 alla daga
og aðra hverja helgi.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katharina A. Schneider, forstöðumaður Hafíssetursins í
síma 8999271.

Óskað er eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð Kvennaskólans á Blönduósi

Stoð, verkfræðistofa, f.h. Byggðasamlag um atvinnu og menningarmál í A-Húnavatnssýslu
óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð Kvennaskólans á Blönduósi.

Helstu magntölur eru:

1.1.    Gröftur á burðarhæfu efni, endurnýtt í fyllingu           750 mᶟ
1.2.    Gröftur á óburðarhæfu efni, flutt á losunarstað       1.325 mᶟ
1.3.    Fylling með burðarhæfu efni úr námu                             590 mᶟ

Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar. Tilboðum skal skila þann 7. maí
2012 kl. 13:00 á bæjarskrifstofunni á Blönduósi og verða opnuð að viðstöddum þeim sem
þess óska.

Laxasetur Íslands á Blönduósi

Á fyrsta degi veiðitímabilsins þann 1. apríl, opnaði Laxasetur Íslands ehf. heimasíðu félagsins. Á síðunni www.laxasetur.is munu koma fram upplýsingar um starfsemi félagsins en nú er verið að setja upp lifandi sýningu laxfiska að Efstubraut 1 á Blönduósi sem verður opnuð í júní n.k.

Á sýningunni verða lifandi laxfiskar í búrum og þá verður einnig kvikmynd um laxfiska og annað efni tengt lifnaðarháttum og sögu laxfiska og veiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin verði áhugaverð fyrir veiðimenn og fjölskyldufólk.

Laxasetrið mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingasetur á Blönsuósi. Framkvæmdastjóri og tengiliður er Valgarður Hilmarsson laxasetur@laxasetur.is.

Heimild: Húni.is