Tag Archives: atvinna

Kennara vantar í Skagafjörð

Laus staða umsjónarkennara í Sólgarðaskóla

Við Grunnskólan austan Vatna – Sólgarðaskóla er laus staða umsjónarkennara fyrir næsta skólaár

 

Laus staða kennara á Hofsósi

Við Grunnskólann austan Vatna – Hofsósi eru lausar stöður í list- og verkgreinum, þ.e. í heimilisfræði og hönnun og smíði.

Stöðuhlutfall hverrar námsgreinar er um 35%.

Nánari upplýsingar um stöfin gefur Jón Hilmarsson, skólastjóri í síma 898-6364

Laun skv. kjarasamningi KÍ.

Umsóknir sendist á netfangið jon@gsh.is ásamt ferilskrá og mynd. Umsóknarfrestur er til 2. Júlí.

Vélsmíðakennari óskast við Varmahlíðaskóla

Við Varmahlíðarskóla er eftirtalin kennarastaða laus til umsóknar:

Starf vélsmíðakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% starf. Gerð er krafa um menntun í vélsmíði sem og kennslureynslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá og mynd. Umóknarfrestur er til 6. júní.

Lausar stöður hjá Húnaþingi vestra í sumar

Flokkstjóri í Vinnuskóla
Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl. einnig leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ár eða eldri, menntun og reynsla í störfum tengdum ungu fólki.
Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglingana. Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi:
Meðal starfa eru  ýmis viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, s.s veitur og fl. Reynsla og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu vera fæddir 1994 eða fyrr og nauðsynlegt er að þeir hafi bílpróf og dráttarvélapróf, reynsla af sambærilegu starfi er kostur, Samviskusemi og stundvísi.

Vegna þessara starfa skal skila inn Skriflegri umsókn til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 9. maí næstkomandi. Í umsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Frekari upplýsingar og upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400

Kennara vantar í Varmahlíðarskóla

Við Varmahlíðarskóla eru eftirtaldar kennarastöður lausar til umsóknar:

  • Starf textílkennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 80% starf. Gerð er krafa um háskólamenntun í faginu sem og kennslureynslu.
  • Starf vélsmíðakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% starf. Gerð er krafa um menntun í vélsmíði sem og kennslureynslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá og mynd. Umóknarfrestur er til 9. maí.

Byggðastofnun auglýsir laust starf

Byggðastofnun óskar eftir að ráða verkefnisstjóra til að starfa með stýrineti ráðuneyta að gerð og útfærslu sóknaráætlana landshluta.

Verkefnisstjórinn er ráðinn til Byggðastofnunar en verður staðsettur í Arnarhvoli í Reykjavík og hefur jafnframt vinnuaðstöðu hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki. Starfið krefst umtalverðra ferðalaga um landið. Verkefnisstjórinn verður tengiliður milli ráðuneyta, landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Um er að ræða fullt starf til eins árs.

Sóknaráætlanir landshluta eru eitt verkefni innan Ísland 2020 sem er stefnumörkun og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Vinna við verkefnið hófst í byrjun árs 2011 en í þeim áfanga var opnað fyrir ákveðinn samskiptaás milli Stjórnarráðsins og átta landshlutasamtaka sveitarfélaga sem áframhaldandi vinna mun að byggja á.

Sóknaráætlunum landshluta er ætlað skerpa og skýra samskiptaferlið milli ríkis og sveitarfélaga. Með slíkum samskiptaási ættu sveitarfélög landsins í gegnum landshlutasamtökin að hafa aukin áhrif á úthlutun almannafjár og þannig haft áhrif á forgangsröðun opinberra verkefna í eigin landshlutum hvort sem þau snúa að fjárfestingum eða rekstri.

Menntunar og hæfniskröfur: Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi. Reynsla af störfum innan stjórnsýslu er æskileg. Gerð er krafa um reynslu af verkefnastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking á byggðamálum og reynsla af samskiptum við sveitarfélög er mjög æskileg.

Starfið krefst: Greiningarhæfileika og eiginleika til að hafa góða yfirsýn. Sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfni og markvissra vinnubragða. Frumkvæði, áhuga og metnaðar í starfi ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt sem og með hópi. Jákvæðs viðmóts og lipurðar í mannlegum samskiptum. Hæfni í framsetningu upplýsinga og góðrar tölvukunnáttu. Færni í að tjá sig í ræðu og riti.

Laun samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 1. apríl 2012.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400.

Umsóknir skulu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is fyrir 17. mars.

Atvinna á Sauðárkróki

Fjölnet ehf. er eitt elsta Internetþjónustufyrirtæki landsins með sögu sem nær allt til ársins 1999. Í dag er fyrirtækið í hópi fimm stærstu hýsingar- og internetfyrirtækja á landinu með stóran og fjölbreyttan hóp fyrirtækja í viðskiptum.

Fjölnet ehf. er í eigu Tengils ehf.  www.tengillehf.is sem hefur starfað í yfir 20 ár. Hjá Tengli starfa yfir 40 starfsmenn og er fyrirtækið með starfsemi á þremur stöðum á landinu. 

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.fjolnet.is

Fjölnet ehf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða Microsoft sérfræðing til starfa.
Í starfinu fellst rekstur miðlægra tölvukerfa, bæði innri- og hýsingarumhverfa, ásamt samskiptum og samvinnu við viðskiptavini.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Mjög góð þekking á Microsoft stýrikerfum er nauðsynleg og MicroSoft vottun t.d. MCSE eða MCITP er æskileg
• Reynsla af rekstri og uppsetningu tölvukerfa
• Afbragðs þjónustulund, sjálfstraust til að vinna verkefni frá upphafi til enda ásamt hæfileikum til að starfa með öðrum
• Þekking á MS Exchange, Windows 2008 R2, Terminal Server, MS Lync, MS SharePoint 2010, Powershell, MS SQL, og IIS er kostur.

 

Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is)  í síma 511 1225.

Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is.    

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.