Tag Archives: atvinna á sauðárkróki

Matráður óskast á Sauðárkrók

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða matráð til starfa.

  • Ráðið er í stöðuna frá 17. september n.k. til 12. júlí 2013.
  • Um er að ræða  87,5% starf.
  • Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Ölduna eða Starfsmannafélag Skagafjarðar.
  • Umsóknum skal skila á netfangið arsalir@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar gefur Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 4556090 eða 8991593.

Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og/eða reynslu af starfi með fötluðum. Um er að ræða u.þ.b. 70 % starf á dagvinnutíma. Starfið er laust frá og með 1. sept. n.k.
Við ráðningu er litið til starfsreynslu, menntunar sem nýtist í starfi svo og persónulegra eiginleika umsækjanda. Í starfinu felst m.a. umsjón með reiðþjálfun fatlaðra. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað til ritara í Ráðhúsi Skagfirðinga, Skagfirðingabraut 21, á eyðublöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína G. Gunnarsdóttir forstöðumaður í síma: 697-7609/453-6853
Iðja-Hæfing þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun.

Sumarvinna á Sauðárkróki

Frístundasvið Skagafjarðar auglýsir eftir fyrirtækjum/ atvinnurekendum/stofnunum, sem vilja vera samstarfsaðilar í atvinnuátaki 16-18 ára í sumar. Það felst í því að fyrirtæki ráða til sín ungmenni á þessum aldri, þ.e. fædd 1994 og 1995,  í a.m.k. 6 tíma vinnu á dag að lágmarki í 6 vikur, eða alls 240 tíma á tímabilinu 4.júní – 17.ágúst. Launakostnaður skiptist 50-50%  . Markmiðið er að enginn yngri en 18 ára verði atvinnulaus í sumar.

Ungmennin þurfa að sýna fram á að þau hafi sótt um starf annarsstaðar en verið synjað. Einnig þurfa þau að sækja um að komast í verkefnið . Alls er gert ráð fyrir að 20 ungmenni geti fengið vinnu á vegum V.I.T. ( vinna -íþróttir-tómstundir ) .

Opnað verður fyrir umsóknir í næstu viku á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arnar yfirmaður Vinnuskólans í síma 6604685 , eða á netfangið vinnuskoli@skagafjordur.is

Atvinna á Sauðárkróki

Fjölnet ehf. er eitt elsta Internetþjónustufyrirtæki landsins með sögu sem nær allt til ársins 1999. Í dag er fyrirtækið í hópi fimm stærstu hýsingar- og internetfyrirtækja á landinu með stóran og fjölbreyttan hóp fyrirtækja í viðskiptum.

Fjölnet ehf. er í eigu Tengils ehf.  www.tengillehf.is sem hefur starfað í yfir 20 ár. Hjá Tengli starfa yfir 40 starfsmenn og er fyrirtækið með starfsemi á þremur stöðum á landinu. 

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.fjolnet.is

Fjölnet ehf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða Microsoft sérfræðing til starfa.
Í starfinu fellst rekstur miðlægra tölvukerfa, bæði innri- og hýsingarumhverfa, ásamt samskiptum og samvinnu við viðskiptavini.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Mjög góð þekking á Microsoft stýrikerfum er nauðsynleg og MicroSoft vottun t.d. MCSE eða MCITP er æskileg
• Reynsla af rekstri og uppsetningu tölvukerfa
• Afbragðs þjónustulund, sjálfstraust til að vinna verkefni frá upphafi til enda ásamt hæfileikum til að starfa með öðrum
• Þekking á MS Exchange, Windows 2008 R2, Terminal Server, MS Lync, MS SharePoint 2010, Powershell, MS SQL, og IIS er kostur.

 

Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is)  í síma 511 1225.

Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is.    

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Heilsugæslulæknir óskast á Sauðárkrók

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina.

  • Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.  Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu.
  • Ráðning til skemmri tíma kemur einnig til greina.
  • Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.

Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu.  Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg.  Áhersla er lögð á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Nánari upplýsingar veitir Örn Ragnarsson, yfirlæknir heilsugæslu, netfang orn@hskrokur.is sími 455-4000, gsm 847-5681 eða Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri, sími 455-4000, gsm 895-6840.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Hafsteini Sæmundssyni, forstjóra, fyrir 1. mars 2012, netfang hafsteinn@hskrokur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Í Skagafirði búa um 4.300 manns og býður héraðið upp á fjölbreytta möguleika til búsetu.  Atvinnulíf er fjölbreytt og mannlíf gott.  Nálægð við fallega náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, góð íþróttaaðstaða og útivistarsvæði, ódýr hitaveita, fjölbreytt þjónusta og kröftugt menningarlíf gerir búsetu í Skagafirði eftirsóknarverða.