Tag Archives: arion banki

Samstarf Arion banka og Hvatar

Knattspyrnudeild Hvatar og Arion banki hafa gert með sér samstarfssamning til eins árs um að Smábæjaleikarnir árið 2012 beri nafn bankans og verði Smábæjaleikar Arion banka. Um leið gerist bankinn einn af aðalstyrktaraðilum mótsins en undanfarin ár hafa SAH afurðir og Kjarnafæði styrkt mótið með myndarlegum hætti.

Þá eru samningsaðilar sammála um að setjast niður að mótinu loknu með áframhaldandi samstarf í huga, enda líta aðilar svo á að þessi samningur sé einungis til reynslu og vonandi byrjunin á góðu samstarfi knattspyrnudeildar Hvatar og Arion banka. Sönghópurinn Blár Ópal mun sjá um að skemmta á Smábæjaleikum Arion banka árið 2012.

Þetta kemur fram á arionbanki.is.

 

Diddú og Egill syngja í Skagafirði

Arion banki býður á tónleika með Diddú og Agli Ólafssyni í Menningarhúsinu Miðgarði þriðjudaginn 15. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20. Undirleik annast Jónas Þórir. Það eina sem þarf að gera til að fá miða er að mæta í útibú Arion banka í Skagafirði eða hafa samband við þjónusturáðgjafa Arion banka. Í boði eru tveir miðar á mann.