Tag Archives: 1.deild karla í knattspyrnu

Þróttur – Tindastóll

Ef Tindastóll vinnur leikinn á laugardaginn gegn Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu þá bæta þeir stiga met sitt í 1. deild. Besti árangur í sögu Tindastóls er 6.sæti 1.deildar. Þeim árangri náði liðið árið 1988 þegar liðið fékk 23.stig, 1989 fékk liðið 20.stig og 2000 fékk liðið 20.stig einnig. Þetta er allt í 10 liða deild. Þannig að besti árangur Tindastóls stigalega séð er 23.stig (6.sæti).

Í dag er spiluð 12.liða deild og er Tindastóll nú þegar komnir með 27.stig. Ef liðið sigrar Þrótt á laugardaginn þá nær liðið í 30.stig.  Óháð því hvort liðið nái 6.sæti í deildinni, sem er besti árangur í sögu Tindastóls þá með sigri bætir liðið stiga árangur félagsins.

 Leikurinn gegn Þrótti byrjar stundvíslega kl:14:00 laugardaginn 22.september og verður spilaður á Valbjarnarvelli í Laugardal.

Allir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og styðja við sitt lið.

Tindastóll sigraði BÍ

Tindastóll lék við lið BÍ/Bolungarvíkur þann 26. maí í 1. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn á Ísafirði.  Tindastólsmenn voru tilbúnir í verkefnið og voru þeir mun betra liðið og sigruðu 2-5.

Aðstæður voru skelfilegar á Ísafirði rok og rigning og völlurinn afar erfiður.  Tindastóll lék á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik en tóku öll völd á vellinum strax í upphafi.  Max Touloute skoraði fyrsta mark Tindastóls á 27. mín og síðan skoraði Theo á 33. mín. og staðan orðin 0-2 og var þannig í hálfleik.

Áfram hélt baráttan í seinni hálfleik og Theo skoraði gott mark fyrir Tindastól en dómari leiksins skráði það sem sjálfsmark.

Theo var síðan aftur á ferðinni fyrir Tindastól og  skoraði fjórða markið á 68. mín og þar  með sitt þriðja mark í leiknum.

Atli Arnarson skoraði síðasta mark leiksins og innsiglaði góðan sigur Tindastóls.

Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós, eitt hjá heimamönnum og síðan Theodore Furness hjá Tindastóli.

Frábær sigur hjá Tindastóli og fyrstu stigin í höfn.  Leikmenn börðust vel og spiluðu skynsamlega við þessar erfiðu aðstæður.

Flott myndband af mörkum leiksins frá vestur.is má finna hér.

Tindastóll tapaði gegn Víkingi Ólafsvík

Víkingur frá Ólafsvík komu í heimsókn á Sauðárkróksvöll þann 19. maí Sauðárkróki í fyrsta heimaleik Tindastóls þetta árið í 1. deild karla í knattspyrnu. Tindastólsliðið ekki tapað leik á Sauðárkróki síðan árið 2010.

Í Tindastólsliðinu léku í fyrsta skipti allir Furness bræðurnir þrír, skynsamlega dreifðir um allan völl en Dominic og Sebastian Furness mættu til landsins í vikunni til að hjálpa bróðir sínum Theo í sumar.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt, Tindastólsliðið þó aðeins sterkara með vindinum en Víkingarnir að venju þéttir fyrir og nokkuð ljóst frá byrjun að það þurfti eitthvað sérstakt til ef Tindastólstrákarnir ætluðu að skora mar.

Fyrsta alvöru sókn Ólafsvíkinga kom á 21. mínútu þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson framherji og fyrirliði slapp inn fyrir vörn Tindastóls en elsti Furness bróðirinn Sebastian varði vel. Næsta færi féll í skaut heimamann nokkrum mínútum síðar þegar Atli Arnarsson stakk boltanum inn á Ben Everson sem kom boltanum fram hjá Einari Hjörleifssyni markmanni sem gerði vel í að brjóta ekki á Everson því Everson náði ekki að halda boltanum inn á vellinu og færið dó út.

Á 28. mínútu kom eina mark leiksins. Guðmundur Hafsteinsson skaut sér á milli hafsents og vinstri bakvarðar Tindastól, komst einn á móti Sebastian í markinu og kláraði færið vel með skoti í fjærhornið.

Við markið breyttist leikurinn. Tindastólsliðið fór á hælanna Víkingar gengu á lagið. Færin fóru að detta inn og Sebastian í markinu stóð í stórræðum. Valsarinn Arnar Sveinn og Hornfirðingurinn Björn Pálsson fengu ágæt færi án þess að skora og Tindastólsmenn önduðu léttar þegar að flautað var til hálfleiks.

Tindastólsmenn fengu ekki nema eitt skot allan seinni hálfleikinn. Víkingar fengu nokkur smá færi til að klára leikinn, það allra besta þegar Arnar Geirsson slapp einn í gegn í lok leiksins en Sebastian varði vel og hélt voninni lifandi.  0-1 sanngjörn úrslit leiksins og fyrsta tap Tindastóls á Sauðárkróki í tæp tvö ár staðreynd.

Maður leiksins augljóslega Sebastian Furness markvörður Tindastóls sem átti góðan dag á milli stanganna og lét heyra meira í sér en allir aðrir leikmenn Tindastóls til samans í leiknum. Hann gæti reynst dýrmætur fyrir Tindastól í sumar.

Hjá Víkingsliðinu var það liðsheildin sem stóð fyrir sínu og Guðmundur Hafsteinsson er ansi öflugur, heldur boltanum vel og lét varnarmenn hafa duglega fyrir því.

Tindastóll í beinni útsendingu á laugardaginn

KSÍ og SportTV  hafa komist að samkomulagi um að sýnt verði frá leikjum 1. deildar karla í sumar á SportTV á vefsvæðinu  http://www.sporttv.is/.   Sýndur verður a.m.k. einn leikur í hverri umferð og einnig er stefnt að því að teknar verði saman markasyrpur í hverri umferð sem einnig verða sýndar á SportTV. Fyrsti leikurinn verður leikur Tindastóls og Hauka, en Stólarnir sækja Haukana heim.

Þetta er frábær viðbót við umfjöllun um íslenska knattspyrnu en 1. deild karla hefst nú á laugardaginn með sex leikjum en hér má sjá hvaða leikir verða sýndir í fyrstu umferðunum

  • lau. 12. maí. 14:00 Haukar – Tindastóll
  • lau. 19. maí. 14:00 Víkingur R. – ÍR
  • fös. 25. maí. 20:00 Þróttur R. – Leiknir R.
  • lau. 02. jún. 16:00 Fjölnir – KA
  • lau. 09. jún. 14:00 Haukar – Leiknir R.
  • lau. 16. jun. 14.00 Þróttur R. – BÍ/Bolungarvík
  • fim. 21. jun. 20.00 KA – Þór

Allir leikir Tindastóls í sumar í 1. deild karla í knattspyrnu

Tindastóll leikur í 1.deildinni í knattspyrnu í sumar. Mótið hefst þann 12. maí með leik við Hauka á útivelli. Þrjú lið frá Norðurlandi eru í deildini í ár, svo það verður hart tekist á í leikjum við KA-menn og Þórsara.

Leikir Tindastóls á Íslandsmótinu sumarið 2012 verða eftirfarandi:
(með fyrirvara um breytingar)

Laugardaginn 12. maí kl. 14 Haukar – Tindastóll Ásvellir
Laugardaginn 19. maí kl. 14 Tindastóll – Víkingur Ó. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 26. maí kl. 14 BÍ/Bolungarvík – Tindastóll Torfnesvöllur
Laugardaginn 2. júní kl. 14 Tindastóll – ÍR Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 9. júní kl. 14 KA – Tindastóll Akureyrarvöllur
Laugardaginn 16. júní kl. 14 Tindastóll – Víkingur R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 23. júní kl. 14 Fjölnir – Tindastóll Fjölnisvöllur
Laugardaginn 30. júní kl. 14 Leiknir R. – Tindastóll Leiknisvöllur
Laugardaginn 7. júlí kl. 14 Tindastóll – Höttur Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 17. júlí kl. 20 Tindastóll – Þróttur R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 21. júlí kl. 14 Tindastóll – Haukar Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 24. júlí kl. 20 Þór – Tindastóll Þórsvöllur
Laugardaginn 28. júlí kl. 14 Víkingur Ó. – Tindastóll Ólafsvíkurvöllur
Laugardaginn 1. ágúst kl. 19 Tindastóll – BÍ/Bolungarvík Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 10. ágúst kl. 19 ÍR – Tindastóll ÍR-völlur
Laugardaginn 16. ágúst kl. 19 Tindastóll – KA Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 21. ágúst kl. 18:30 Víkingur R. – Tindastóll Víkingsvöllur
Laugardaginn 25. ágúst kl. 14 Tindastóll – Fjölnir Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 1. september kl. 14 Tindastóll – Leiknir R. Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 8. september kl. 14 Höttur – Tindastóll Vilhjálmsvöllur
Laugardaginn 15. september kl. 14 Tindastóll – Þór Sauðárkróksvöllur
Laugardaginn 22. september kl. 14 Þróttur R. – Tindastóll Valbjarnarvöllur