Sláturtíð hjá Kjötafurðastöð KS lauk fimmtudaginn 30. október síðastliðinn. Stefnt er að því að vera með síðustu sauðfjár slátrun ársins 28. nóvember næstkomandi. Það sem af er ári hefur verið slátrað 109.950 kindum og var meðalþungi lamba í sláturtíð 16,16 kg sem er hækkun á meðalþunga frá fyrra ári um tæp 300 gr.

Slátrun gekk vel og úrvinnsla gekk einnig vel en talsverð breyting varð milli ára í útfærslu á kjötskurði og pökkun. Má þar nefna framleiðslu á lamba kórónu, læri án mjaðmabeins, stuttum lambahrygg og svokallaðri lamba öxl. Allt eru þetta vörur sem gerir lambakjötið girnilegra og í raun aðgengilegra fyrir neytendur í formi smærri sölueininga.

Útflutningur hefur gengið vel og er verið að lesta síðustu gámana sem ætlaðir eru til útflutnings á þessu ári. Helstu markaðir eru Asía, Spán, Bretland og Rússland og hluti hliðarafurða fer til Hollands og þaðan á aðra markaði. Eftir áramót verða svo sendir út gámar með lambaskrokkum á Noreg og Japan.  Gærusala hefur ekki gengið sem skildi og eru um 60. þús. gærur óseldar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga.