Tæmdu ferðaklósett við golfvöllinn á Húsavík

Í gær fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um að sést hefði til fólks í húsbíl tæma úr ferðaklósetti nálægt golfvellinum á Húsavík. Lögreglumenn frá Húsavík höfðu upp á viðkomandi ökumanni skömmu síðar og var hann færður á lögreglustöðina á Húsavík til skýrslutöku. Málinu lauk með því að ökumaður féllst á sektargerð og þurfti að greiða 35.000 kr. í sekt.