Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Jafnframt hefur verið samþykkt að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll félagsins sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.