Á fundi byggðarráðs í morgun var fjallað um lögmæti lánssamnings við Lánasjóð sveitarfélaga frá árinu 2007. Um er að ræða lán sem tekið vegna framkvæmda hjá Skagafjarðarveitum að upphæð 115 milljón kr. sem síðan u.þ.b. tvöfaldaðist í hruninu. Um verulegar upphæðir er því að tefla fyrir sveitarfélagið.

Í bréfi sem Ergo lögmenn f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar rituðu Lánasjóði sveitarfélaga var farið fram á að sjóðurinn endurreiknaði lánið í samræmi við dóm Hæstaréttar nr.600/2011 og óskað eftir afstöðu sjóðsins varðandi það sem ofgreitt hefur verið. Fram kom að Lánasjóður Sveitarfélaga getur ekki fallist á kröfu sveitarfélagsins og fól Byggðarráð sveitarstjóra að sækja rétt sveitarfélagsins í málinu.

 

Heimild: skagfirdingur.wordpress.com

Texti: Sigurður Árnason