Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur tekið það mikilvæga skref að vera fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að taka í notkun Rafrænt geðheilsuátak Mental.

Hugrekki og þor sveitarstjórans, Unnar Valborgar, og annarra stjórnenda í sveitarfélaginu sýna skýra skuldbindingu þeirra til að setja geðheilbrigði á vinnustað rækilega á dagskrá með því að auka vitund og veita fræðslu um geðheilbrigði fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins.

„Við í Húnaþingi vestra lítum á andlega heilsu sem lykilþátt í því að tryggja vellíðan og framúrskarandi starfshæfni í vinnuumhverfi okkar. Það að innleiða Rafrænt geðheilsuátak Mental er stórt skref í rétta átt og við erum stolt af því að vera fyrsti vinnustaðurinn til að taka þátt í þessu mikilvæga framtaki. Við vonum að þetta verði öðrum sveitarfélögum og vinnustöðum hvatning til að setja geðheilbrigði í forgang,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Með því að þróa og kynna Rafrænt geðheilsuátak var það ekki síst markmið okkar í Mental að gera fræðslu um geðheilbrigði aðgengilega vinnustöðum um allt land. Að sjá samfélag, fjarri höfuðborginni, taka forystu með þessum hætti og setja geðheilbrigði á vinnustað á dagskrá virkar eins og ofurskammtur af D-vítamíni fyrir okkur Mental-stöllur.

Nánar um átakið hér:  https://mental-radgjof-s-school.teachable.com/p/gedheilsuatak