Sveinspróf í tréiðnum á Sauðárkróki

Sveinspróf var haldið í tréiðnadeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra dagana 9. – 13. desember 2016. Verkefni prófsins var að þessu sinni valmaþak. Prófið er bæði verklegt og bóklegt og verkþátturinn 20 klst. Próftakar í ár voru þeir Árni Halldór Eðvarðsson, Bergþór Þröstur Erlingsson, Bjartmar Snær Jónsson, Davíð Örn Daníelsson, Gísli Björn Reynisson, Óskar Pétur Friðriksson, Pavel Landa og Sævar Örn Kárason.