Íslenska stórmyndin Svartur á leik hefur fengið góðar viðtökur hjá landsmönnum og vegna fjölda áskorana mun myndin fara í sýningu um allt land á næstu dögum, þar á meðal verður hún til sýningar á Sauðárkróki.

Myndin verður til sýningar í Króksbíói mánudaginn 2. apríl og fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. Miðapantanir fara fram í síma 4535216 og miðaverð er 1500 kr. Þess má geta að myndin er bönnuð innan 16 ára.