Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gær á fundi sínum að hafa Sundlaug Sauðárkróks opna mánudaga – fimmtudaga frá kl. 06.50-20.45 og lengja þar með afgreiðslutímann frá því sem fyrr hafði verið ákveðið. Föstudaga verður opið til kl. 20.00  og um helgar frá kl. 10-16.  Gestir eru beðnir um að fara upp úr laug 15 mínútum fyrir lokun.

Einnig var samþykkt að taka upp að nýju gjald fyrir aðgang að Gufuklefanum.  Héðan í frá verða gestir eldri en 18 ára sem vilja fara í gufu rukkaðir um 500 krónur aukalega. Þá verður einnig boðið uppá að leigja gufuklefann fyrir einkatíma, klukkutíma í senn og nemur klukkutímaleigan 4.000.- krónum.

Breytingin tekur gildi frá og með mánudeginum 12. mars.