Undanfarnar tvær vikur hefur yngsta kynslóðin í Fjallabyggð verið á sundnámskeiði í Sundhöll Siglufjarðar. Krakkar á aldrinum 4.-6. ára (fædd 2013-2015) tóku þátt á námskeiðinu sem lauk í dag með glæsilegri sýningu þar sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir fjölmenntu og fylgdust með krökkunum synda, kafa og stinga sér í lauginni.  Í lokin fengu svo krakkarnir glæsilegan sundpoka frá Arion banka í Fjallabyggð, ásamt óvæntum glaðningi frá sundkennurunum.
Kennarar á námskeiðinu voru þau Anna María, Óskar og María og vilja þau koma fram þakklæti til Arion Banka fyrir stuðninginn ásamt starfsfólki Sundhallarinnar og Fjallabyggð.
Texti og mynd: Aðent efni.