Hlíðarfjall á Akureyri opnar stólalyftuna Fjarkann annað sumarið í röð í dag kl. 17:00.  Fjallahjólabrautir Hlíðarjalls njóta mikilla vinsælda og margt fólk fer upp með lyftunni til að njóta frábærs útsýnis yfir fjörðinn og bæinn. Göngufólk getur líka tekið lyftuna á leið sinni upp á fjallstopp. Viðtökur sumarið 2018 fóru fram úr björtustu vonum og búist er við góðu sumri í ár. Yfir 1200 gestir komu í fjallið síðsta sumar.

Mikil vinna stendur nú yfir við að koma hjólabrautum í gott ástand til að auka bæði öryggi og gleði iðkenda og einnig er unnið að nýjum leiðum.

Opnunartímar:
Fim 17-21
Fös 14-18
Lau 10-18
Sun 10-16

Verð fyrir 18-66 ára:
1 ferð: 1.000,-
1 dagur: 4.000,-
Helgarpassi: 10.500,-
Sumarkort: 25.500,-

Fyrir 6-17 ára og 67+:
1 ferð: 700,-
1 dagur: 2.800,-
Helgarpassi: 7.000,-
Sumarkort: 13.000,-

Síðasti opnunardagur er 1. september.