Sumaropnunun í sundlaugum Skagafjarðar hafa nú tekið gildi og búið er að opna sundlaugina á Hofsósi og sundlaugina á Sólgörðum eftir viðhaldsframkvæmdir. Á Hofsósi var heitur pottur m.a. málaður, sundlaugarmannvirkið málað að innan og búningsklefar flísalagðir. Ný girðing var sett umhverfis laugina og til stendur svo að setja upp nýtt öryggismyndavélakerfi við fyrsta tækifæri. Á Sólgörðum hefur nýr heitur pottur m.a. verið tekinn í notkun og hitakerfið hefur verið uppfært.

Sumaropnun er sem hér segir:

Sundlaug Sauðárkróks

Mánudaga – föstudaga  kl 06:50 – 21:00
Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 – 17:00

Sundlaugin á Hofsósi

Opið alla daga kl 09:00 – 21:00

Sundlaugin Varmahlíð

Mánudaga – föstudaga kl 07:00 – 21:00
Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 – 17:00

Sundlaugin Sólgörðum

Mánudaga       LOKAÐ
Þriðjudaga – föstudaga kl 15:00 – 21:00
Laugardaga og sunnudaga kl 12:00 – 17:00