Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn, 18 ára (á árinu) eða eldri, sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 11 störf í boði. Ráðningartímabil er að hámarki tveir og hálfur mánuður og fellur innan timabilsins 1. júní til 31. ágúst 2021. Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 og hafa verið skráðir í nám á vorönn 2021.

Störfin eru af ýmsum toga, t.d. umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og ásýndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og störf er snúa að því að aðstoða við félagslega þáttöku barna, eldri borgara og fatlaðs fólks. Einnig eru störf í boði er snúa að skráningu og skönnun skjala, skráa og ljósmynda sem og gerð hlaðvarpsþátta og/eða stuttra kynningar- og fræðslumyndskeiða.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2021.

Nánari upplýsingar um hæfniskröfur o.fl. má nálgast hér.