Stubbamót Skíðafélags Siglufjarðar

Stubbamót Skíðafélags Siglufjarðar er dagsmót fyrir börn á aldrinum 5-8 ára, (elsti árg. leikskóla og 1.-3.bekkur grunnskóla). Keppt verður í Stubbabraut í neðstu lyftu og farnar verða tvær umferðir.
Keppt verður í hverjum aldursflokki fyrir sig. Öllum keppendum verða veitt verðlaun í lok móts.  Brautarskoðun er kl. 11:30 og mótið byrjar kl. 12:00. Mótið stendur eitthvað fram eftir degi.
Mótsgjaldið er 2000 kr. á barn. Innifalið er lyftugjald, verðlaunapeningur, drykkur og veitingar í lok móts.
Skráning er á netfanginu: stinaanna7@gmail.com, skráning stendur til 19. febrúar kl. 19:00.

Leggja skal mótsgjald á reikning Skíðafélags Siglufjarðar:
0348-26-2431 kt.590269-0779, með skýringu nafn barns eða félags ef borgað er fyrir hóp.
Senda skal fullt nafn keppanda og fæðingarár við skráningu.