Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði leita nú tveggja unglingspilta sem struku af meðferðarheimili í Skagafirði í dag.

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á áttunda tímanum í kvöld. Skömmu síðar gaf einn drengur sig fram en tveggja er enn leitað.  Talið er að þeir hafi farið í Svartárdal, inn af Húnaveri.

Um 50 björgunarsveitamenn taka þátt í leitinni og aka þeir slóða og leita í útihúsum við sveitabæi í dalnum. Veður á svæðinu er ágætt en hiti er kominn niður undir frostmark. Talið er að drengirnir séu afar illa búnir.