Þróttur Reykjavík bauð Tindastól velkomna á Valbjarnarvöllinn á laugardaginn s.l. Þróttur gat með sigri náð 3ja sæti deildarinnar og ætluð þeir sér klárlega að gera atlögu að því sæti.
Aðeins tveir varamenn voru á bekknum hjá Tindastóli, þeir Kristmar Geir Björnsson og Árni Einar Adolfsson sáu um að hita bekkinn. Arnar Magnús stóð í rammanum og fyrir framan hann voru Loftur, Eddi, Böddi og Fannar Örn. Miðjunni voru Árni Arnarson, Atli bróðir hans, Colin frændi hans. Frammi voru Benni, Arnar Sigurðsson á vinstri kantinum og S.Beattie sem var frammi.
Í fáum orðum þá var þessi leikur algjör hörmung frá A-Ö, andleysi var yfir strákunumí Tindastóli og greinilegt að tímabilið var búið í þeirra huga því var Tindastóll aldrei líklegir til að gera neitt í þessum leik.
Oddur Björnsson skoraði strax á 11.mín eftir að skot hans fór í varnarmann Tindastóls. Annað markið var algjör gjöf, þegar Maggó hittir boltann illa, með þeim afleiðingum að boltinn fer beint til Guðfinns Ómarssonar sem lyftir boltanum yfir Maggó. Oddur gerir svo þriðja mark Þróttara á 51. mínútu. Helgi Pétur skorar mark úr víti á 61. mínútu, staðan orðin 4-0. Andri Gíslason gerir fimmta markið á 81. mínútu og lokamarkið gerði Hermann Björnsson á 88. mínútu.
Stærsta deildartap Tindastóls er 7-0 gegn ÍBÍ árið 1984, en þetta tap fer líklega líka í sögubækurnar.
Heilt yfir frábært tímabil og liðið kom flestum sparkspekingum á óvart með leik sínum í sumar. 8.sætið er staðreynd hjá Tindastólsliðinu og 27.stig í hús. Tindastóll hefur aldrei áður náð 27.stigum í 1.deild en það þarf þó að koma fram að spilað er fjórum leikjum meira í þessari deild en gert var síðast þegar liðið var í 1.deild.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.